Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 21:18 Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta fagna sigurmarki Vanessu Gilles gegn Kólumbíu. getty/Marc Atkins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast