„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:02 Guðlaug Edda gerði samlanda sína stolta í gær þegar hún sýndi mikla þrautseigju við erfiðar aðstæður. Lenti í slag í sundinu, datt af hjólinu en kláraði hlaupið af harðfylgi. Anne-Christine Poujoulat - Pool/Getty Images Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31