Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 17:34 Alvarlegt atvik kom upp í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær. vísir Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira