Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 14:31 Katie Ledecky með níunda Ólympíugullið sem hún vann á ferlinum. Hún vann bæði 800 og 1500 metra skriðsund á þessum leikum. Getty/Adam Pretty Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira