Fótbolti

Fjöldi spjalda og gróf brot í fyrsta leik tíma­bilsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Fortuna Dusseldorf. 
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Fortuna Dusseldorf.  Fortuna Düsseldorf

Fortuna Düsseldorf vann 2-0 útivallarsigur gegn Darmstadt í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar. 

Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör en það færðist í aukana í þeim seinni. Aleksander Vukotic byrjaði á því að setja boltann óvart í eigið net og koma Düsseldorf yfir. 

Hann fékk svo gult spjald fyrir gróft brot á 78. mínútu og upp varð mikið fjaðrafok. Leikmenn tókust á og rifust hver við annan og dómarann. Ísak Bergmann uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. 

Mínútu síðar fékk svo Darmstadt maðurinn Othmane El Idrissi rautt spjald fyrir að tækla aftan í mann sem var sloppinn inn fyrir. 

Manni fleiri tókst Düsseldorf að setja eitt mark til viðbótar og fagna 2-0 sigri í fyrstu umferð deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×