Er þetta vonlaust? Reynir Böðvarsson skrifar 4. ágúst 2024 18:01 Það er alltaf gaman að hitta gamla vini þótt á öndverðum meiði séu í pólitík, eða kanski aðallega þess vegna. Við höfum umgengist af og til í bráðum 40 ár, haft börn á svipuðum aldri og hittst bæði yfir sumartímann og svo yfir nýár. Það hefur alltaf verið ljóst að pólitískar skoðanir okkar fara ekki saman og höfum við þó getað talað um ýmislegt og stundum einfaldlega komist að samkomulagi um að ekki verði komist lengra í skoðanaskiptum að sinni. Viðhorfin einfaldlega óásættanleg. Þá hefur reynt á að finna veg út úr ógöngunum og brydda upp á einhverju nýju umræðuefni sem færi ekki endilega í sömu ógöngur eða jafnvel út í skurð. Þetta hefur tekist ágætlega í næstum fjóra áratugi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram á meðan báðir muna nafnið á hinum. Vinur minn er víðförull og hefur starfað í ferðamanna bransanum og sérhæft sig í sögu og menningar ýmissa landa, sérstaklega gamalla kólónía Evrópu. Jarðskjálftafræði, sem er mitt sérsvið er ekki auðvelt umræðuefni óinnsettra. Tónlist eða saga evrópskrar menningar hefur oft verið neyðarútgangurinn í samtölum þegar ekki var lengra komist vegna ágrenings í samtölum um þjóðfélagsmál, hvað varðar tónlistina hefur hvor um sig getað gefið hinum en ég hef meira verið móttakandi hvað varðar Evrópska menningu. Þó hefur það komið upp æ oftar að við erum ekki alveg sammála um söguskýringar og þegar ég fór að meira mæli að kynna mér ýmislegt í þessari sögu og þá ekki síst pólitíkina þá varð það ljóst að jafnvel þetta umræðuefni var eldfimt. Koloníalsagan varð að bitbeini. Þar var útsýnið hjá okkur félögum þegar við litum yfir söguna görsamlega andstætt; einsvegar hvað mig varðar yfirgangur vestrænnar menningar gagnvart öðrum menningarheimum og hinsvegar, frá viðhorfi vinar míns, nauðsynin að lyfta snauðum menningarheimum á æðra plan. Það sem fremst vakti mig til þess að skrifa þennan pistil er af tvennum toga; einsvegar mikilvægi þess að í gegnum lífið að geta umgengist fólk með mjög ólíkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og hitt sem kanski er mikilvægara, að ekki láta skoðanir sem ganga gegnt þínum grundvallar réttlætistilfinningu hafa afgerandi áhrif. Ekki vera eins og lauf í vindi þegar kemur að réttlætistilfinningu. Þegar vinur minn fór að hampa Sverige Demokraterna í sænskri pólitík og opið kenna múslimum um hvernig ástandið er í heiminum þá verður ekki mikið lengra komist í samtali um mikilvæg mál. Þegar við tveir á áttræðisaldri höfum svo gjörólíka sýn á hvernig heimurinn er og hver ber ábyrgð á því sem miður fer er auðséð að þegar öllum kynslóðum er safnað þá er mikið sem bendir til spenningi í þjóðfélaginu. Hver og ein kynslóð hefur sína raunarsögu af því samfélagi sem hún ólst upp í. Ég hef reynt á mínu ferðalagi um gamla Austur-Þýskaland og Pólland að ná tali við ungt fólk, þau sem tala þokkalega ensku og þjónusta á veitingastöðum og hótelum. Það er ekki hægt að tala um að þau hafi bjarta sýn á framtíðina, flest eru þau þó með háskólagráðu og ættu að geta vænst góðs. Flest þeirra trúa ekki að þau komi til með að hafa það jafn gott eða betra en foreldrakynslóðin. Ég spurði einn Pólverja hversvegna hann væri svo svartsýnn á framtíðina? Hann svaraði að það væri ekkert gert fyrir ungu kynslóðirnar í Póllandi og að hann sæi ekki fyrir sér neitt slíkt heldur. Ég spurði hann þá hvort hann væri ánægður með nýu ríkisstjórnina sem vær þó hliðstæð EB gagnstætt þeirri gömlu. Hann hvaðst ekki vita hvort væri betra, sú gamla konservativa eða þessi nýja. Þá spurði ég hann hvað hans foreldrar fannst um þetta. Eitt er með því nýja og hitt með því gamla. Er það mamma þín sem er með því nýja? Já svaraði hann en gaf þó ekki upp hvoru foreldra á hann fylgdi. Mörg þeirra nefndu loftlagsmálin sem afgerandi ástæðu vonleysis þeirra gagnvart framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki tölfræðilega marktæk mæling en gefur mér allavega þá tilfinningu að ungt fólk í þessum hluta heims er þreytt á þeirri pólitík sem viðhörf hefur verið og vill eitthvað nýtt. Nánast hvað sem er. Gamall, sem maður er orðin, fer maður að óttast að baráttan fyrir betri heimi sé vonlaus með öllu. Ég hugsa til barnabarnanna yngstu 2,5 ára og 8 mánaða og á erfitt með að hugsa mér að framtíð þeirra sé ekki trygg. Þessir sólargeislar lífsins horfa á afa sinn í algöru sakleysi með augu full af eftirvæntingu og þrá. Ég sé ekkert sem tryggt geti framtíð barnabarna minna annað en einhverskonar sósíalisma. Ekki þannig að brauð séu framleidd af ríkinu, ekki heldur matur á matvörustöðum, heldur allt sem hefur að gera með okkar öryggi sem félagsverur. Menntun, heilbrigði og auðvitað jöfn tækifæri til þess að njóta lífsins, syngja og dansa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að hitta gamla vini þótt á öndverðum meiði séu í pólitík, eða kanski aðallega þess vegna. Við höfum umgengist af og til í bráðum 40 ár, haft börn á svipuðum aldri og hittst bæði yfir sumartímann og svo yfir nýár. Það hefur alltaf verið ljóst að pólitískar skoðanir okkar fara ekki saman og höfum við þó getað talað um ýmislegt og stundum einfaldlega komist að samkomulagi um að ekki verði komist lengra í skoðanaskiptum að sinni. Viðhorfin einfaldlega óásættanleg. Þá hefur reynt á að finna veg út úr ógöngunum og brydda upp á einhverju nýju umræðuefni sem færi ekki endilega í sömu ógöngur eða jafnvel út í skurð. Þetta hefur tekist ágætlega í næstum fjóra áratugi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram á meðan báðir muna nafnið á hinum. Vinur minn er víðförull og hefur starfað í ferðamanna bransanum og sérhæft sig í sögu og menningar ýmissa landa, sérstaklega gamalla kólónía Evrópu. Jarðskjálftafræði, sem er mitt sérsvið er ekki auðvelt umræðuefni óinnsettra. Tónlist eða saga evrópskrar menningar hefur oft verið neyðarútgangurinn í samtölum þegar ekki var lengra komist vegna ágrenings í samtölum um þjóðfélagsmál, hvað varðar tónlistina hefur hvor um sig getað gefið hinum en ég hef meira verið móttakandi hvað varðar Evrópska menningu. Þó hefur það komið upp æ oftar að við erum ekki alveg sammála um söguskýringar og þegar ég fór að meira mæli að kynna mér ýmislegt í þessari sögu og þá ekki síst pólitíkina þá varð það ljóst að jafnvel þetta umræðuefni var eldfimt. Koloníalsagan varð að bitbeini. Þar var útsýnið hjá okkur félögum þegar við litum yfir söguna görsamlega andstætt; einsvegar hvað mig varðar yfirgangur vestrænnar menningar gagnvart öðrum menningarheimum og hinsvegar, frá viðhorfi vinar míns, nauðsynin að lyfta snauðum menningarheimum á æðra plan. Það sem fremst vakti mig til þess að skrifa þennan pistil er af tvennum toga; einsvegar mikilvægi þess að í gegnum lífið að geta umgengist fólk með mjög ólíkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og hitt sem kanski er mikilvægara, að ekki láta skoðanir sem ganga gegnt þínum grundvallar réttlætistilfinningu hafa afgerandi áhrif. Ekki vera eins og lauf í vindi þegar kemur að réttlætistilfinningu. Þegar vinur minn fór að hampa Sverige Demokraterna í sænskri pólitík og opið kenna múslimum um hvernig ástandið er í heiminum þá verður ekki mikið lengra komist í samtali um mikilvæg mál. Þegar við tveir á áttræðisaldri höfum svo gjörólíka sýn á hvernig heimurinn er og hver ber ábyrgð á því sem miður fer er auðséð að þegar öllum kynslóðum er safnað þá er mikið sem bendir til spenningi í þjóðfélaginu. Hver og ein kynslóð hefur sína raunarsögu af því samfélagi sem hún ólst upp í. Ég hef reynt á mínu ferðalagi um gamla Austur-Þýskaland og Pólland að ná tali við ungt fólk, þau sem tala þokkalega ensku og þjónusta á veitingastöðum og hótelum. Það er ekki hægt að tala um að þau hafi bjarta sýn á framtíðina, flest eru þau þó með háskólagráðu og ættu að geta vænst góðs. Flest þeirra trúa ekki að þau komi til með að hafa það jafn gott eða betra en foreldrakynslóðin. Ég spurði einn Pólverja hversvegna hann væri svo svartsýnn á framtíðina? Hann svaraði að það væri ekkert gert fyrir ungu kynslóðirnar í Póllandi og að hann sæi ekki fyrir sér neitt slíkt heldur. Ég spurði hann þá hvort hann væri ánægður með nýu ríkisstjórnina sem vær þó hliðstæð EB gagnstætt þeirri gömlu. Hann hvaðst ekki vita hvort væri betra, sú gamla konservativa eða þessi nýja. Þá spurði ég hann hvað hans foreldrar fannst um þetta. Eitt er með því nýja og hitt með því gamla. Er það mamma þín sem er með því nýja? Já svaraði hann en gaf þó ekki upp hvoru foreldra á hann fylgdi. Mörg þeirra nefndu loftlagsmálin sem afgerandi ástæðu vonleysis þeirra gagnvart framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki tölfræðilega marktæk mæling en gefur mér allavega þá tilfinningu að ungt fólk í þessum hluta heims er þreytt á þeirri pólitík sem viðhörf hefur verið og vill eitthvað nýtt. Nánast hvað sem er. Gamall, sem maður er orðin, fer maður að óttast að baráttan fyrir betri heimi sé vonlaus með öllu. Ég hugsa til barnabarnanna yngstu 2,5 ára og 8 mánaða og á erfitt með að hugsa mér að framtíð þeirra sé ekki trygg. Þessir sólargeislar lífsins horfa á afa sinn í algöru sakleysi með augu full af eftirvæntingu og þrá. Ég sé ekkert sem tryggt geti framtíð barnabarna minna annað en einhverskonar sósíalisma. Ekki þannig að brauð séu framleidd af ríkinu, ekki heldur matur á matvörustöðum, heldur allt sem hefur að gera með okkar öryggi sem félagsverur. Menntun, heilbrigði og auðvitað jöfn tækifæri til þess að njóta lífsins, syngja og dansa.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun