Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 19:22 Robert F. Kennedy yngri. getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma. Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent