Fær enn martraðir eftir slysið í Top Gear Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2024 10:52 Flintoff segist á réttri leið en langur batavegur sé enn fram undan. Getty Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu. Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers. Krikket Bretland England Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers.
Krikket Bretland England Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira