Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Björn Brynjúlfur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fella brott tolla sem lagðir eru á innflutt matvæli. Vísir/Vilhelm/Getty Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“ Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
„Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“
Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira