Á lífi þökk sé þrjóskum engli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Það er ekki að ástæðulausu að Hildur talar um 9. janúar sem sinn annan afmælisdag. „Það er voða skrítið að hugsa til þess að eitthvað svona lagað geti hent mann, algjörlega fyrirvaralaust og kippt manni snögglega út úr lífinu,“ segir Hildur Kjartansdóttir sem fór óvænt í hjartastopp á vinnustað sínum fyrir hálfu öðru ári. Hún þakkar þrautseigri samstarfskonu fyrir líf sitt í dag og lýsir henni sem „engli“. Hjartastoppið varð þann 9. janúar í fyrra en ástæðan var blóðtappi í hjartanu. Hann kom Hildi algjörlega að óvörum enda hafði hún alla tíð verið hraust og lifað heilbrigðu lífi. Hún telur fullvíst að hún væri ekki á lífi ef ekki hefði verið fyrir hárrétt viðbrögð samstarfskonu hennar þennan dag. Atburðurinn átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Hildi en í þær örfáu sekúndur sem hún var „dáin“ varð hún fyrir magnaðri og nánast yfirnáttúrulegri upplifun. Alsæl í Danmörku Hildur og eiginmaður hennar, Jón Páll Finnbogason fluttu búferlum til Danmerkur fyrir fjórum árum ásamt börnum sínum þremur sem í dag eru öll flogin úr hreiðrinu. Þau hafa fest rætur í Nordborg, fimm þúsund manna bæ á jaðri Suður Jótlands og Þýskalands. Jón Páll starfar sem smiður í Nordborg en Hildur er með BA-gráðu í lögfræði og starfar sem svokallaður „trade compliance specialist“ hjá danska iðnaðarisanum Danfoss. Þar sé hún til þess að vöruskráningar séu í samræmi við lög og reglugerðir. „Við vildum ekki verða gömul á Íslandi. Við höfðum búið áður í Danmörku og okkur dreymdi alltaf um að koma hingað aftur. Og við sjáum ekki eftir því, hér er allt annað „tempó”en heima á Íslandi, allt önnur orka,“ segir Hildur. Hildur og Jón Páll hafa komið sér vel fyrir Danmörku og sjá framtíðina fyrir sér þar.Aðsend Þar til í janúar á síðasta ári hafði Hildur enga hugmynd um að hún væri með arfgengan sjúkdóm. Hann veldur því að LDL kólestrólið eða „slæma“ kólestrólið í líkamanum hækkar og skapar þannig hættu á kransæðastíflu og blóðtappa. Það var ekkert í heilsufari hennar sem benti til þess. „Ég er víst algjör undantekning þegar kemur að þeim sem eru í áhættuhópi að fá blóðtappa í hjartað, bæði af því að ég er tiltölulega ung og líka af því að ég er kona. En mér skilst reyndar að konur séu mjög oft vangreindar,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi alltaf lifað tiltölulega heilbrigðu lífi. „Ég var dugleg að hreyfa mig, og hjólaði til dæmis alltaf í og úr vinnunni. Mataræðið var ekki fituríkt en ég elska nammi og ís og líklega hefur það haft einhver áhrif á kólestrólið, svona þegar ég hugsa til baka.“ Fann fljótt á sér að eitthvað væri að „Sunnudaginn 8. janúar 2023 kvaddi ég börnin mín eftir yndislega samveru yfir jólin og allir voru á leið heim í sína rútínu. Sama kvöld átti ég yndislegt samtal við nokkrar af mínum bestu vinkonum,“ rifjar Hildur upp. „Á mánudagsmorguninn fór Jón Páll í vinnuna eins og vanalega og ég kvaddi minn mann með kossi og sagði „Ég hlakka til að sjá þig í dag“, eins og ég gerði svo oft. Ég vissi ekki hvað var í vændum hjá mér. Svo hjólaði ég af stað í vinnuna eins og ég var vön og fljótlega á leiðinni fann ég að eitthvað var að.“ Hún lýsir því þannig að hún hafi skyndilega fengið heiftarlegan verk fyrir brjóstið og mikil þyngsli. Hún átti erfitt með að halda áfram að hjóla. „Það laut niður þessari hugsun hjá mér: Gæti þetta verið hjartað? Það vildi nefnilega þannig til að vikuna áður hafði maður fengið hjartaáfall fyrir utan vinnustaðinn minn. Hann hafði þá verið að hjóla í vinnuna, fékk hjartaáfall á hjólinu og lést. En ég hugsaði með mér að það gæti ekki verið að þetta væri hjartatengt hjá mér. Þetta væri bara einhver aumingjaskapur í mér, ég var ekki búin að hreyfa mig nógu mikið að undanförnu og þolið og þrekið hlyti að vera orðið svona lélegt eftir jólafríið. Þetta var að morgni dags og það var myrkur og rigning úti. Ég hugsaði með mér að ég yrði að komast í vinnuna; ef ég myndi detta niður þarna væri hætta á því að enginn myndi finna mig.“ Lét ekki segjast Þegar Hildur mætti í vinnuna voru tvær af samstarfskonum hennar þegar mættar. „Og ég bara labbaði inn, brosti og bauð góðan daginn eins og ekkert væri að. Ég ætlaði að skjótast í sturtu og hafa mig til, jafnvel þó svo að ég væri ennþá með þennan skelfilega verk fyrir brjóstinu og gæti varla hreyft mig eða klætt mig úr fötunum. Ég ákvað að láta vita að ég yrði aðeins lengur að hafa mig til en venjulega og fór og talaði við samstarfskonu mína; sagði henni að ég yrði lengi þarna inni því mér líði ekki vel, það væri verkur fyrir brjóstinu sem ég hefði aldrei áður fengið.“ Hildur býr svo vel að því að Danfoss fyrirtækið eru með sérstakt læknateymi á sínum snærum, sem er ávallt á vakt og til staðar fyrir starfsfólkið. „Hún spurði hvort hún ætti að hringja í læknateymið en ég sagði nei, þetta hlyti að líða hjá. Hún lét ekki segjast, og ákvað að hringja. Læknateymið mætti strax á staðinn og tóku línurit af mér og sáu eitthvað en voru ekki vissir því verkurinn hvarf hjá mér. Þeir ætluðu að fara með mig til læknisins hjá Danfoss í nánari skoðun en þá rauk upp þessi gífurlegi verkur og mér varð flökurt og kastaði upp. Þeir hringdu samstundis á sjúkrabíl sem var mjög fljótur á leiðinni. Teymið á sjúkrabílnum kallaði strax á þyrluna til öryggis því það var grunur um blóðtappa í hjartanu.“ Eins og að vera í draumi Stuttu síðar fór Hildur í hjartastopp, þar sem hún lá á gólfinu. Það sem hún upplifði í kjölfarið hefur verið lýst sem „near death experience“, eða nær-dauða reynslu. Einstaklingur deyr þá í læknisfræðilegri merkingu og er snúið aftur til lífsins en upplifir sig í millitíðinni annars staðar; utan þessa heims. „Í þessar fáu sekúndur sem ég var í burtu var ég stödd á mjög björtum stað og allir voru klæddir í hvítt. Ég sá ekki framan í neinn, sá bara aftan á alla og fólk gekk í áttina frá mér. Það var eins og allir væru mjög uppteknir við að fara eitthvað en samt var allt svo rólegt og yfirvegað. Mér leið vel og var ekki hrædd. Ég vissi ekki að ég væri dáin.” Eins og Hildur lýsir því þurfti eitt „stuð” til að koma henni í gang aftur. „Það næsta sem ég man eftir mér er að ég sé einhverja dökklædda konu sem er að kalla á mig og slá mig í bringuna. Svo hrekk ég upp. Þetta var eins og vakna af draumi. Þegar mér var svo tjáð að ég hafði dáið þá fór ég að hugsa um þessa upplifun og var ég pínu hrædd við þá tilhugsun að það hafi enginn komið til að taka á móti mér. En ég tel það hafa verið vegna þess að þetta var ekki minn tími. Ég fékk að kíkja smá yfir en átti greinilega að fara aftur yfir í lífið hérna megin. Hildur á samstarfskonu sinni lífið að þakka.Aðsend Á samstarfskonunni lífið að þakka Hildur var í kjölfarið keyrð með sjúkrabílnum nokkur hundruð metra að þyrlupallinum hjá Danfoss þar sem þyrlan sótti hana og flutti hana til Odense. „Þar tekur á móti mér svaka flott teymi. Hjartað er myndað og teymið finnur blóðtappann og þau framkvæma strax „ ballonudvidelse“ þar sem settur er stent, eða svokallaður stoðleggur, í æðina. Hjartað mitt heldur fullum pumpukrafti því það var brugðist svo hratt við. Við erum að tala um tæpa þrjá tíma frá því að ég fyrst fékk verk og þar til aðgerð var lokið. Þetta er alveg magnað hvað þetta gerðist hratt.“ Hildur er ekki í nokkrum vafa um að viðbrögð samstarfskonu hennar hafi skipt sköpum þennan örlaga ríka dag. Hún lýsir henni sem „engli.“ „Hún bjargaði lífi mínu með þeirri ákvörðun að hringja eftir hjálp. Ég er bara svo ótrúlega heppin að ég var stödd í vinnunni þegar þetta gerðist. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ákveðið að vinna heiman frá þennan dag. Ef ég hefði fengið þennan verk þar þá hefði ég aldrei haft vit á því að hringja sjálf. Ég hefði talið mér trú um að þetta væri ekkert alvarlegt,“ segir hún. „Maður vill ekki vera að trufla aðra að óþörfu. Þetta er galin hugsun, maður á alltaf að hringja eða kalla eftir hjálp ef maður fær verk fyrir brjóstið.“ Hildur og Jón Páll á spítalanum í Danmörku.Aðsend Ótrúlegt utanumhald Undanfarið eitt og hálft á hefur Hildur verið undir eftirliti lækna og hún gætir vel að hjartvænu mataræði og hreyfingu. Á þessum tíma hefur hún fengið að kynnast heilbrigðiskerfinu í Danmörku nokkuð vel og ber hún því ákaflega vel söguna. „Það hefur verið haldið ótrúlega vel um mig, alveg frá byrjun. Daginn eftir aðgerðina var ég flutt á annað sjúkrahús í Aabenraa þar sem aðstæðurnar voru bara eins og á fínasta hóteli. Maður pantaði mat af matseðli og gat valið úr allskonar réttum.“ Hildi var úthlutað tengiliðum hjá sveitarfélaginu sem fylgdu henni eftir á meðan hún var að koma sér aftur út á vinnumarkaðinn og stóðu vörð um réttindi hennar. „Ég þurfti ekki að standa í því sjálf að leita að upplýsingum og lesa mér til um það sem ég átti rétt átt, eins og endurhæfingu og allskonar þjálfun, það var séð um það allt fyrir mig. Þessir tengiliðir voru til staðar fyrir mig allan tímann og slepptu ekki af mér takinu fyrr en ég var orðinn hundrað prósent fær um að snúa aftur til vinnu. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa þetta öryggi. Það er auðvitað svo nauðsynlegt að fara ekki of geyst af stað. Ég er auðvitað alveg týpískur Íslendingur og ætlaði í fyrstu ekkert að nýta mér þessa hjálp, ég ætlaði að bara að redda þessu sjálf og drífa mig aftur í vinnuna eins fljótt og ég gæti. En sem betur fer tókst mér að tala um fyrir sjálfri mér, og ég ákvað að þiggja alla þá aðstoð sem væri í boði. Kerfið hérna í Danmörku er líka öðruvísi þegar kemur að veikindarétti . Þegar einstaklingur er búinn að vera veikur og frá vinnu í þrjátíu daga tekur sveitafélagið við og greiðir viðkomandi launin í gegnum vinnuveitandann. Eins eru margir vinnustaðir sem tryggja starfsmenn í topp, eins og til dæmis með líftryggingu og sjúkratryggingu. Danfoss eru að mínu mati mjög sterkir þar.“ Jarðtenging hjálpar „Ég er búin að þurfa að fikra mig áfram, hægt og rólega. Ég hef það mjög gott líkamlega. Eftirköstin eru eiginlega miklu meira andleg. Ég er búin að glíma við rosalega mikla heilaþreytu og orkuleysi í höfðinu,“ segir Hildur jafnframt. Eitt af því sem hún hefur nýtt sér er svokölluð „grounding“ tækni, sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum. Tæknin miðar að því að tengja líkamann við jörðina, móður náttúru og sækja þaðan orku. „Þessi heilaþreyta hvarf þegar ég byrjaði að „grounda“ og ég náði að hlaða líkamsbatteríið betur þegar ég fór að sofa „grounduð“. „Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini og á frábæra vinnufélaga. Ég er búin að fá mikinn stuðning frá öllum. En mér fannst ofboðslega erfitt að sjá hvað þetta tók á alla í kringum mig. Heyra hvað börnin mín fengu mikið áfall og hvað mamma mín fékk mikið áfall. Heyra upplifun vinnufélaganna minna og áfallið sem þau fengu að vera vitni að þessu öllu. Og síðan að heyra að maðurinn minn, sem þurfti að keyra í tvo tíma til Odense, verið í áfalli á leiðinni og keyrt langt fram hjá afleggjaranum til Odense. Hann var í áfalli yfir því að hann væri mögulega að lenda í þeirri stöðu að fara að jarða konuna sína.“ Eins og frásögn Hildar sýnir er lífið hverfult. „Ég hugsa stundum til baka, um kvöldið áður en þetta gerðist og sé mig fyrir mér þar sem ég var að kveðja yngsta soninn og kærustuna hans og dóttur okkar, og spjalla við mömmu og vinkonur mínar. Og svo þar sem ég var að kveðja manninn minn morguninn eftir, algjörlega grunlaus um það sem var í vændum.“ Eins og að fæðast upp á nýtt Þann 9. janúar síðastliðinn birti Hildur færslu á facebook sem hófst með orðunum: „Í dag er ár síðan ég dó í nokkrar sekúndur.” Hún er með dagsetninguna 9. janúar 2023 húðflúraða á handlegginn á sér. Húðflúr Hildar hefur djúpstæða merkingu.Aðsend „Þetta er mitt línurit sem sýnir blóðtappann rétt áður en ég „dey“. Það sýnir hvað hjartað er að berjast mikið. Línuritið endar við lítinn punkt sem er örið eftir læknana. Þeir fóru þarna inn til að gera aðgerðina á hjartanu. Eftir punktinn kemur svo fiðrildið sem er tákn um endurfæðingu og nýtt líf. Ég hef líka alltaf verið kölluð Hildur fiðrildi,út af athyglisbrestinum hjá mér. Svo er auðvitað þessi mikilvæga dagsetning.” Það er ekki af ástæðulausu að hún talar um þennan dag sem sinn annan afmælisdag. „Enda var þetta að mörgu leyti eins og endurfæðing. Það er eiginlega ekki annað hægt að líta öðrum augum á lífið eftir þetta. Allir þessir litlu, hverdagslegu hlutir, maður fær að upplifa þetta allt upp á nýtt. Þegar ég byrjaði að borða aftur þá var það til dæmis alveg ný upplifun; ég naut þess öðruvísi og maturinn bragðaðist betur. Sama með tónlist; ég hlustaði á tónlist og hugsaði með mér hvað ég væri heppin að fá að hlusta á þetta eða hitt lag aftur. Ég hef aldrei vorkennt sjálfri mér eða bölvað því að hafa lent í þessu. Það sem eina sem ég hef hugsað er hvað ég er óendanlega heppin. Nú er bara að halda áfram að njóta lífsins og lifa í núinu, vera þakklát fyrir allt það sem lífið hefur upp á að bjóða.“ Íslendingar erlendis Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Hjartastoppið varð þann 9. janúar í fyrra en ástæðan var blóðtappi í hjartanu. Hann kom Hildi algjörlega að óvörum enda hafði hún alla tíð verið hraust og lifað heilbrigðu lífi. Hún telur fullvíst að hún væri ekki á lífi ef ekki hefði verið fyrir hárrétt viðbrögð samstarfskonu hennar þennan dag. Atburðurinn átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Hildi en í þær örfáu sekúndur sem hún var „dáin“ varð hún fyrir magnaðri og nánast yfirnáttúrulegri upplifun. Alsæl í Danmörku Hildur og eiginmaður hennar, Jón Páll Finnbogason fluttu búferlum til Danmerkur fyrir fjórum árum ásamt börnum sínum þremur sem í dag eru öll flogin úr hreiðrinu. Þau hafa fest rætur í Nordborg, fimm þúsund manna bæ á jaðri Suður Jótlands og Þýskalands. Jón Páll starfar sem smiður í Nordborg en Hildur er með BA-gráðu í lögfræði og starfar sem svokallaður „trade compliance specialist“ hjá danska iðnaðarisanum Danfoss. Þar sé hún til þess að vöruskráningar séu í samræmi við lög og reglugerðir. „Við vildum ekki verða gömul á Íslandi. Við höfðum búið áður í Danmörku og okkur dreymdi alltaf um að koma hingað aftur. Og við sjáum ekki eftir því, hér er allt annað „tempó”en heima á Íslandi, allt önnur orka,“ segir Hildur. Hildur og Jón Páll hafa komið sér vel fyrir Danmörku og sjá framtíðina fyrir sér þar.Aðsend Þar til í janúar á síðasta ári hafði Hildur enga hugmynd um að hún væri með arfgengan sjúkdóm. Hann veldur því að LDL kólestrólið eða „slæma“ kólestrólið í líkamanum hækkar og skapar þannig hættu á kransæðastíflu og blóðtappa. Það var ekkert í heilsufari hennar sem benti til þess. „Ég er víst algjör undantekning þegar kemur að þeim sem eru í áhættuhópi að fá blóðtappa í hjartað, bæði af því að ég er tiltölulega ung og líka af því að ég er kona. En mér skilst reyndar að konur séu mjög oft vangreindar,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi alltaf lifað tiltölulega heilbrigðu lífi. „Ég var dugleg að hreyfa mig, og hjólaði til dæmis alltaf í og úr vinnunni. Mataræðið var ekki fituríkt en ég elska nammi og ís og líklega hefur það haft einhver áhrif á kólestrólið, svona þegar ég hugsa til baka.“ Fann fljótt á sér að eitthvað væri að „Sunnudaginn 8. janúar 2023 kvaddi ég börnin mín eftir yndislega samveru yfir jólin og allir voru á leið heim í sína rútínu. Sama kvöld átti ég yndislegt samtal við nokkrar af mínum bestu vinkonum,“ rifjar Hildur upp. „Á mánudagsmorguninn fór Jón Páll í vinnuna eins og vanalega og ég kvaddi minn mann með kossi og sagði „Ég hlakka til að sjá þig í dag“, eins og ég gerði svo oft. Ég vissi ekki hvað var í vændum hjá mér. Svo hjólaði ég af stað í vinnuna eins og ég var vön og fljótlega á leiðinni fann ég að eitthvað var að.“ Hún lýsir því þannig að hún hafi skyndilega fengið heiftarlegan verk fyrir brjóstið og mikil þyngsli. Hún átti erfitt með að halda áfram að hjóla. „Það laut niður þessari hugsun hjá mér: Gæti þetta verið hjartað? Það vildi nefnilega þannig til að vikuna áður hafði maður fengið hjartaáfall fyrir utan vinnustaðinn minn. Hann hafði þá verið að hjóla í vinnuna, fékk hjartaáfall á hjólinu og lést. En ég hugsaði með mér að það gæti ekki verið að þetta væri hjartatengt hjá mér. Þetta væri bara einhver aumingjaskapur í mér, ég var ekki búin að hreyfa mig nógu mikið að undanförnu og þolið og þrekið hlyti að vera orðið svona lélegt eftir jólafríið. Þetta var að morgni dags og það var myrkur og rigning úti. Ég hugsaði með mér að ég yrði að komast í vinnuna; ef ég myndi detta niður þarna væri hætta á því að enginn myndi finna mig.“ Lét ekki segjast Þegar Hildur mætti í vinnuna voru tvær af samstarfskonum hennar þegar mættar. „Og ég bara labbaði inn, brosti og bauð góðan daginn eins og ekkert væri að. Ég ætlaði að skjótast í sturtu og hafa mig til, jafnvel þó svo að ég væri ennþá með þennan skelfilega verk fyrir brjóstinu og gæti varla hreyft mig eða klætt mig úr fötunum. Ég ákvað að láta vita að ég yrði aðeins lengur að hafa mig til en venjulega og fór og talaði við samstarfskonu mína; sagði henni að ég yrði lengi þarna inni því mér líði ekki vel, það væri verkur fyrir brjóstinu sem ég hefði aldrei áður fengið.“ Hildur býr svo vel að því að Danfoss fyrirtækið eru með sérstakt læknateymi á sínum snærum, sem er ávallt á vakt og til staðar fyrir starfsfólkið. „Hún spurði hvort hún ætti að hringja í læknateymið en ég sagði nei, þetta hlyti að líða hjá. Hún lét ekki segjast, og ákvað að hringja. Læknateymið mætti strax á staðinn og tóku línurit af mér og sáu eitthvað en voru ekki vissir því verkurinn hvarf hjá mér. Þeir ætluðu að fara með mig til læknisins hjá Danfoss í nánari skoðun en þá rauk upp þessi gífurlegi verkur og mér varð flökurt og kastaði upp. Þeir hringdu samstundis á sjúkrabíl sem var mjög fljótur á leiðinni. Teymið á sjúkrabílnum kallaði strax á þyrluna til öryggis því það var grunur um blóðtappa í hjartanu.“ Eins og að vera í draumi Stuttu síðar fór Hildur í hjartastopp, þar sem hún lá á gólfinu. Það sem hún upplifði í kjölfarið hefur verið lýst sem „near death experience“, eða nær-dauða reynslu. Einstaklingur deyr þá í læknisfræðilegri merkingu og er snúið aftur til lífsins en upplifir sig í millitíðinni annars staðar; utan þessa heims. „Í þessar fáu sekúndur sem ég var í burtu var ég stödd á mjög björtum stað og allir voru klæddir í hvítt. Ég sá ekki framan í neinn, sá bara aftan á alla og fólk gekk í áttina frá mér. Það var eins og allir væru mjög uppteknir við að fara eitthvað en samt var allt svo rólegt og yfirvegað. Mér leið vel og var ekki hrædd. Ég vissi ekki að ég væri dáin.” Eins og Hildur lýsir því þurfti eitt „stuð” til að koma henni í gang aftur. „Það næsta sem ég man eftir mér er að ég sé einhverja dökklædda konu sem er að kalla á mig og slá mig í bringuna. Svo hrekk ég upp. Þetta var eins og vakna af draumi. Þegar mér var svo tjáð að ég hafði dáið þá fór ég að hugsa um þessa upplifun og var ég pínu hrædd við þá tilhugsun að það hafi enginn komið til að taka á móti mér. En ég tel það hafa verið vegna þess að þetta var ekki minn tími. Ég fékk að kíkja smá yfir en átti greinilega að fara aftur yfir í lífið hérna megin. Hildur á samstarfskonu sinni lífið að þakka.Aðsend Á samstarfskonunni lífið að þakka Hildur var í kjölfarið keyrð með sjúkrabílnum nokkur hundruð metra að þyrlupallinum hjá Danfoss þar sem þyrlan sótti hana og flutti hana til Odense. „Þar tekur á móti mér svaka flott teymi. Hjartað er myndað og teymið finnur blóðtappann og þau framkvæma strax „ ballonudvidelse“ þar sem settur er stent, eða svokallaður stoðleggur, í æðina. Hjartað mitt heldur fullum pumpukrafti því það var brugðist svo hratt við. Við erum að tala um tæpa þrjá tíma frá því að ég fyrst fékk verk og þar til aðgerð var lokið. Þetta er alveg magnað hvað þetta gerðist hratt.“ Hildur er ekki í nokkrum vafa um að viðbrögð samstarfskonu hennar hafi skipt sköpum þennan örlaga ríka dag. Hún lýsir henni sem „engli.“ „Hún bjargaði lífi mínu með þeirri ákvörðun að hringja eftir hjálp. Ég er bara svo ótrúlega heppin að ég var stödd í vinnunni þegar þetta gerðist. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ákveðið að vinna heiman frá þennan dag. Ef ég hefði fengið þennan verk þar þá hefði ég aldrei haft vit á því að hringja sjálf. Ég hefði talið mér trú um að þetta væri ekkert alvarlegt,“ segir hún. „Maður vill ekki vera að trufla aðra að óþörfu. Þetta er galin hugsun, maður á alltaf að hringja eða kalla eftir hjálp ef maður fær verk fyrir brjóstið.“ Hildur og Jón Páll á spítalanum í Danmörku.Aðsend Ótrúlegt utanumhald Undanfarið eitt og hálft á hefur Hildur verið undir eftirliti lækna og hún gætir vel að hjartvænu mataræði og hreyfingu. Á þessum tíma hefur hún fengið að kynnast heilbrigðiskerfinu í Danmörku nokkuð vel og ber hún því ákaflega vel söguna. „Það hefur verið haldið ótrúlega vel um mig, alveg frá byrjun. Daginn eftir aðgerðina var ég flutt á annað sjúkrahús í Aabenraa þar sem aðstæðurnar voru bara eins og á fínasta hóteli. Maður pantaði mat af matseðli og gat valið úr allskonar réttum.“ Hildi var úthlutað tengiliðum hjá sveitarfélaginu sem fylgdu henni eftir á meðan hún var að koma sér aftur út á vinnumarkaðinn og stóðu vörð um réttindi hennar. „Ég þurfti ekki að standa í því sjálf að leita að upplýsingum og lesa mér til um það sem ég átti rétt átt, eins og endurhæfingu og allskonar þjálfun, það var séð um það allt fyrir mig. Þessir tengiliðir voru til staðar fyrir mig allan tímann og slepptu ekki af mér takinu fyrr en ég var orðinn hundrað prósent fær um að snúa aftur til vinnu. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa þetta öryggi. Það er auðvitað svo nauðsynlegt að fara ekki of geyst af stað. Ég er auðvitað alveg týpískur Íslendingur og ætlaði í fyrstu ekkert að nýta mér þessa hjálp, ég ætlaði að bara að redda þessu sjálf og drífa mig aftur í vinnuna eins fljótt og ég gæti. En sem betur fer tókst mér að tala um fyrir sjálfri mér, og ég ákvað að þiggja alla þá aðstoð sem væri í boði. Kerfið hérna í Danmörku er líka öðruvísi þegar kemur að veikindarétti . Þegar einstaklingur er búinn að vera veikur og frá vinnu í þrjátíu daga tekur sveitafélagið við og greiðir viðkomandi launin í gegnum vinnuveitandann. Eins eru margir vinnustaðir sem tryggja starfsmenn í topp, eins og til dæmis með líftryggingu og sjúkratryggingu. Danfoss eru að mínu mati mjög sterkir þar.“ Jarðtenging hjálpar „Ég er búin að þurfa að fikra mig áfram, hægt og rólega. Ég hef það mjög gott líkamlega. Eftirköstin eru eiginlega miklu meira andleg. Ég er búin að glíma við rosalega mikla heilaþreytu og orkuleysi í höfðinu,“ segir Hildur jafnframt. Eitt af því sem hún hefur nýtt sér er svokölluð „grounding“ tækni, sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum. Tæknin miðar að því að tengja líkamann við jörðina, móður náttúru og sækja þaðan orku. „Þessi heilaþreyta hvarf þegar ég byrjaði að „grounda“ og ég náði að hlaða líkamsbatteríið betur þegar ég fór að sofa „grounduð“. „Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini og á frábæra vinnufélaga. Ég er búin að fá mikinn stuðning frá öllum. En mér fannst ofboðslega erfitt að sjá hvað þetta tók á alla í kringum mig. Heyra hvað börnin mín fengu mikið áfall og hvað mamma mín fékk mikið áfall. Heyra upplifun vinnufélaganna minna og áfallið sem þau fengu að vera vitni að þessu öllu. Og síðan að heyra að maðurinn minn, sem þurfti að keyra í tvo tíma til Odense, verið í áfalli á leiðinni og keyrt langt fram hjá afleggjaranum til Odense. Hann var í áfalli yfir því að hann væri mögulega að lenda í þeirri stöðu að fara að jarða konuna sína.“ Eins og frásögn Hildar sýnir er lífið hverfult. „Ég hugsa stundum til baka, um kvöldið áður en þetta gerðist og sé mig fyrir mér þar sem ég var að kveðja yngsta soninn og kærustuna hans og dóttur okkar, og spjalla við mömmu og vinkonur mínar. Og svo þar sem ég var að kveðja manninn minn morguninn eftir, algjörlega grunlaus um það sem var í vændum.“ Eins og að fæðast upp á nýtt Þann 9. janúar síðastliðinn birti Hildur færslu á facebook sem hófst með orðunum: „Í dag er ár síðan ég dó í nokkrar sekúndur.” Hún er með dagsetninguna 9. janúar 2023 húðflúraða á handlegginn á sér. Húðflúr Hildar hefur djúpstæða merkingu.Aðsend „Þetta er mitt línurit sem sýnir blóðtappann rétt áður en ég „dey“. Það sýnir hvað hjartað er að berjast mikið. Línuritið endar við lítinn punkt sem er örið eftir læknana. Þeir fóru þarna inn til að gera aðgerðina á hjartanu. Eftir punktinn kemur svo fiðrildið sem er tákn um endurfæðingu og nýtt líf. Ég hef líka alltaf verið kölluð Hildur fiðrildi,út af athyglisbrestinum hjá mér. Svo er auðvitað þessi mikilvæga dagsetning.” Það er ekki af ástæðulausu að hún talar um þennan dag sem sinn annan afmælisdag. „Enda var þetta að mörgu leyti eins og endurfæðing. Það er eiginlega ekki annað hægt að líta öðrum augum á lífið eftir þetta. Allir þessir litlu, hverdagslegu hlutir, maður fær að upplifa þetta allt upp á nýtt. Þegar ég byrjaði að borða aftur þá var það til dæmis alveg ný upplifun; ég naut þess öðruvísi og maturinn bragðaðist betur. Sama með tónlist; ég hlustaði á tónlist og hugsaði með mér hvað ég væri heppin að fá að hlusta á þetta eða hitt lag aftur. Ég hef aldrei vorkennt sjálfri mér eða bölvað því að hafa lent í þessu. Það sem eina sem ég hef hugsað er hvað ég er óendanlega heppin. Nú er bara að halda áfram að njóta lífsins og lifa í núinu, vera þakklát fyrir allt það sem lífið hefur upp á að bjóða.“
Íslendingar erlendis Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira