Meiri harka í framkvæmdum en áður og fleiri mál fyrir dóm Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 09:06 Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, segir meiri hörku í heimi framkvæmda í dag en áður. Mynd/Efla Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, segir hlutverk eftirlitsaðila við framkvæmdir jafn stórt og þess sem hannar framkvæmdina. Hann segir algengara nú en áður að mál fari fyrir dómstóla þegar eitthvað kemur upp við framkvæmd. Reynir fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið fjallað um ýmsar framkvæmdir í fréttum undanfarið eins og til dæmis í leikskólanum Brákarborg þar sem gerð voru mistök við hönnun. Reynir segir dæmigert að eftirliti sé sinnt af öðrum en þeim sem sá um hönnun og það sé sérstakt hlutverk sem sé óháð henni. Sá sem sjái um eftirlitið eigi að sjá til þess að hún sé samkvæmt hönnun og lögum og reglum. „Það er mjög stórt og mikilvægt hlutverk í heildarkeðjunni að sinna eftirliti,“ segir Reynir og að umfang þess sé svipað og hönnunin sjálf. Í eftirlitinu felst það að fylgjast með framkvæmdinni sjálfri, efnunum sem er verið að nota og allt niður í það að telja steypujárnin áður en það er steypt. Reynir segir að erlendis séu stundum eftirlitsaðilarnir frá sama fyrirtæki og hönnuðu. Það séu kostir og gallar við bæði. Það sé auðveldara að gagnrýna ef það er ekki sami aðili. Hann segir að innan félags verkfræðinga sé mikið rætt um ábyrgð og að félagið hafi opnað samtal við stærstu verkkaupa, sem eru ríki og sveitarfélög. Hann segir að þetta sé risamál og þróunin sé að það sé meiri harka í þessum verkefnum. Áður fyrr hafi ekki reynt jafn mikið á ábyrgð. Menn hafi gert sitt besta og þeim verið treyst. En stundum hafi verið gerð mistök en það hafi verið þannig. Í dag fari mál frekar fyrir dómstóla og það reyni á ábyrgðir. Krafa um ótakmarkaða ábyrgð Hann segir þetta í raun eðlilega þróun. Það sé meiri samkeppni og það sé eðlilegt að það séu í gildi reglur og ábyrgðir sem reyni stundum á. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er svo að það hafa verið gerðar kröfur um endalausa ábyrgð. Að það séu engin þök á því hvað ráðgjafafyrirtæki gæti þurft að greiða í bætur,“ segir Reynir. Það geti verið mistök í eftirliti og hönnun. Hann segir það ekki ganga að hafa ótakmarkaða ábyrgð. Hann tekur dæmi um stíflu sem er verið að hanna við virkjun. Verkefnið sé ekki flókið sjálft þó stíflan sé sjálf. Að hanna stífluna sé í raun fljótgert en ef hún klikki svo sé það gífurlegt tjón. Fyrirtæki með tíu starfsmenn sem vinni við það að hanna stíflur muni alltaf eiga erfitt með að ganga í ábyrgð fyrr slíkt tjón. Þegar eitthvað fari úrskeiðis, eins og ef stíflan myndi bresta, sé yfirleitt ekki bara einn þáttur sem hafi farið úrskeiðis. Það séu margir samverkandi þættir. Þó svo að það sé hægt að greina hvað kom fyrir sé ekki endilega einn aðili ábyrgur fyrir því. „Þetta verður stundum ekki eins einfalt og við myndum vilja hafa það,“ segir hann og að oft sé það samstarfið sem sé að klikka en ekki einfaldir hlutir í hönnun. Viðtalið er hægt að hlusta á i heild sinni hér að ofan. Skipulag Bítið Tengdar fréttir Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ýmsar framkvæmdir í fréttum undanfarið eins og til dæmis í leikskólanum Brákarborg þar sem gerð voru mistök við hönnun. Reynir segir dæmigert að eftirliti sé sinnt af öðrum en þeim sem sá um hönnun og það sé sérstakt hlutverk sem sé óháð henni. Sá sem sjái um eftirlitið eigi að sjá til þess að hún sé samkvæmt hönnun og lögum og reglum. „Það er mjög stórt og mikilvægt hlutverk í heildarkeðjunni að sinna eftirliti,“ segir Reynir og að umfang þess sé svipað og hönnunin sjálf. Í eftirlitinu felst það að fylgjast með framkvæmdinni sjálfri, efnunum sem er verið að nota og allt niður í það að telja steypujárnin áður en það er steypt. Reynir segir að erlendis séu stundum eftirlitsaðilarnir frá sama fyrirtæki og hönnuðu. Það séu kostir og gallar við bæði. Það sé auðveldara að gagnrýna ef það er ekki sami aðili. Hann segir að innan félags verkfræðinga sé mikið rætt um ábyrgð og að félagið hafi opnað samtal við stærstu verkkaupa, sem eru ríki og sveitarfélög. Hann segir að þetta sé risamál og þróunin sé að það sé meiri harka í þessum verkefnum. Áður fyrr hafi ekki reynt jafn mikið á ábyrgð. Menn hafi gert sitt besta og þeim verið treyst. En stundum hafi verið gerð mistök en það hafi verið þannig. Í dag fari mál frekar fyrir dómstóla og það reyni á ábyrgðir. Krafa um ótakmarkaða ábyrgð Hann segir þetta í raun eðlilega þróun. Það sé meiri samkeppni og það sé eðlilegt að það séu í gildi reglur og ábyrgðir sem reyni stundum á. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er svo að það hafa verið gerðar kröfur um endalausa ábyrgð. Að það séu engin þök á því hvað ráðgjafafyrirtæki gæti þurft að greiða í bætur,“ segir Reynir. Það geti verið mistök í eftirliti og hönnun. Hann segir það ekki ganga að hafa ótakmarkaða ábyrgð. Hann tekur dæmi um stíflu sem er verið að hanna við virkjun. Verkefnið sé ekki flókið sjálft þó stíflan sé sjálf. Að hanna stífluna sé í raun fljótgert en ef hún klikki svo sé það gífurlegt tjón. Fyrirtæki með tíu starfsmenn sem vinni við það að hanna stíflur muni alltaf eiga erfitt með að ganga í ábyrgð fyrr slíkt tjón. Þegar eitthvað fari úrskeiðis, eins og ef stíflan myndi bresta, sé yfirleitt ekki bara einn þáttur sem hafi farið úrskeiðis. Það séu margir samverkandi þættir. Þó svo að það sé hægt að greina hvað kom fyrir sé ekki endilega einn aðili ábyrgur fyrir því. „Þetta verður stundum ekki eins einfalt og við myndum vilja hafa það,“ segir hann og að oft sé það samstarfið sem sé að klikka en ekki einfaldir hlutir í hönnun. Viðtalið er hægt að hlusta á i heild sinni hér að ofan.
Skipulag Bítið Tengdar fréttir Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06
Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13