Egyptar féllu úr leik í undanúrslitum eftir tap gegn Frökkum en Marokkó tapaði á sama tíma gegn Spánverjum.
Hvorugt liðið hafði tapað leik á Ólympíuleikunum og því var ljóst að eitthvað yrði undan að láta í leik kvöldsins. Það gerði það líka svo sannarlega.
Marokkó hreinlega valtaði yfir Egypta í leiknum sem sáu ekki til sólar. Abedssamad Ezzalzouli kom Marokkó yfir á 23. mínútu og Soufiane Rahimi tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.
Staðan í hálfleik var 2-0 en eftir hlé bætti Marokkó við fjórum mörkum. Bilal El Khannous skoraði á 51. mínútu áður en Rahimi bætti sínu öðru marki við skömmu síðar. Akram Nakach skoraði fimmta markið á 73. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði stórstjarnan Achraf Hakimi glæsilegt mark úr aukaspyrnu og innsiglaði 6-0 sigur Marokkó.
🚨🥉 GOAL | Morocco 6-0 Egypt | Hakimi
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) August 8, 2024
WHAT A FANTASTIC FREE KICK FROM HAKIMI !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!pic.twitter.com/2rCWufw1G7
Þetta er í fyrsta sinn sem Marokkó vinnur til verðlauna í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna.