Stjörnuleikur Curry bjargaði Bandaríkjamönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 20:56 Steph Curry og Kevin Durant sáttir með gang mála. Vísir/Getty Stórleikur Steph Curry kom í veg fyrir sigur Serba gegn Bandaríkjamönnum í undanúrslitum körfuboltans á Ólympíuleikunum. Serbar leiddu nær allan tímann en gáfu eftir undir lokin. Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira