Hringrás innveggja Perla Dís Kristinsdóttir, Elín Þórólfsdóttir, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 06:01 Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Byggingariðnaður Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun