Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2024 12:06 Lögreglan við bátinn sem um ræðir í gærkvöldi. Sverrir Aðalsteinsson Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira