Havarti skal það sem sannara reynist Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. Verðlækkanir gætu numið á bilinu 19 til 43% á þeim vörum, sem Viðskiptaráð skoðaði. Lækkun tolla er eitt af stærstu hagsmunamálum neytenda á Íslandi og ein skilvirkasta leiðin til að glíma við þráláta verðbólgu og hátt vaxtastig, eins og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á. Ekki hafði Viðskiptaráð fyrr birt úttekt sína en kunnuglegur söngur upphófst á samfélagsmiðlum um að tollalækkanir skili sér ekki í vasa neytenda. Hér er t.d. athugasemd af Facebook-síðu Viðskiptaráðs: „Þvílí[k] ótrúleg heimska. Sagan hefur síendurtekið sýnt að þegar tollar eru afnumdir hirða millimenn gróðann og [engu] af honum er skilað til almennings.“ Svipuð ummæli má sjá víða á netinu þar sem fjallað er um úttekt Viðskiptaráðs. Jákvæð áhrif tollalækkana margstaðfest Fullyrðingar um að lækkun tolla og annarra álagna á vörur skili sér ekki til neytenda eru alrangar og margar skýrslur og rannsóknir eru því til staðfestingar. Afnám tolla og vörugjalda af t.d. fatnaði og heimilistækjum, sem átti sér stað í áföngum á árunum 2015-2017, skilaði sér í lækkun smásöluverðs og lækkun álagningar verzlana á vörurnar í krónum talið, samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í byrjun árs 2017 var felldur niður tollur af innfluttu kartöflusnakki. Samkvæmt úttekt sem Félag atvinnurekenda gerði í byrjun þess árs hafði verð ýmissa vinsælla snakktegunda þá þegar lækkað um 22-43%. Árið 2015 var gerður tvíhliða tollasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins, þar sem samið var um niðurfellingu eða lækkun tolla á fjölda matvara og stækkun tollkvóta fyrir aðrar vörur, til dæmis kjöt og osta. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af vöru án tolla. Samningurinn tók gildi í áföngum 2018-2021. Um svipað leyti var tekin upp ný aðferð við útboð á tollkvótum, svokallað jafnvægisútboð. Í skýrslu sem verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði fyrir þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, kom fram að neytendur hefðu notið góðs bæði af tollasamningnum og breyttri útboðsaðferð. Verð á innfluttum kjötvörum og ostum hefði hækkað mun minna en við mátti búast vegna veikingar krónunnar á tímabilinu frá desember 2019 til september 2020 og lækkað í sumum tilvikum. Þá hefði úrval bæði innlendrar og innfluttrar búvöru aukizt í kjölfar tollasamningsins, sem er sömuleiðis hagur neytenda. Tollkvótar lækka verð á ostum Ágætt nýlegt dæmi um jákvæð áhrif tollasamningsins við ESB er „stóra ostamálið“ sem svo var kallað í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í Bylgjunni, en þar var fjallað um að neytendur hefði rekið í rogastanz er danskur Havarti-ostur hækkaði skyndilega um 70% í Bónusi. Ástæðan fyrir þessu var að Bónus fékk niðurfellingu tolla af ákveðnu magni af ostum, svokallaðan ESB-tollkvóta fyrir upprunaverndaða osta. Þegar enginn tollur var á Havarti-osti skilaði Bónus þeim ávinningi til neytenda en þegar kvótinn kláraðist og tollurinn lagðist á aftur, hækkaði verðið (reyndar um minna en nam fullum tolli). Þetta er enn ein sönnun þess að verzlunin skilar tollalækkun til neytenda. Stjórnvöld verja sérhagsmuni Í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2022 gengu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess, stéttarfélög innan Alþýðusambandsins, á fund Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og lögðu fyrir þau tillögur sínar um lækkun og afnám tolla. Bent var á að verðbólga hefði aukizt á ný og lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að ná henni niður og bæta hag launþega. Lagt var til að tollar féllu niður sem vernduðu ekki hefðbundna íslenzka búvöruframleiðslu, þ.e. af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum og blómum sem ekki væru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis var lagt til að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu yrði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar búvörur og skoðaðar yrðu leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds. Þá var lagt til að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri féllu niður, en slíkt er stórt hagsmunamál innlends matvælaiðnaðar. Ráðherrarnir tóku tillögunum ljúflega – og gerðu svo nákvæmlega ekkert með þær. Tækifærin til að lækka tolla í þágu neytenda og samkeppni voru látin ónotuð, væntanlega til að verja háværa sérhagsmunahópa í innlendri framleiðslu. Eins og úttekt Viðskiptaráðs og ofangreindar skýrslur og úttektir sýna glögglega, er lækkun eða afnám tolla hins vegar skilvirk og sannreynd leið til að lækka matarverð og verðbólgu og bæta hag almennings á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. Verðlækkanir gætu numið á bilinu 19 til 43% á þeim vörum, sem Viðskiptaráð skoðaði. Lækkun tolla er eitt af stærstu hagsmunamálum neytenda á Íslandi og ein skilvirkasta leiðin til að glíma við þráláta verðbólgu og hátt vaxtastig, eins og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á. Ekki hafði Viðskiptaráð fyrr birt úttekt sína en kunnuglegur söngur upphófst á samfélagsmiðlum um að tollalækkanir skili sér ekki í vasa neytenda. Hér er t.d. athugasemd af Facebook-síðu Viðskiptaráðs: „Þvílí[k] ótrúleg heimska. Sagan hefur síendurtekið sýnt að þegar tollar eru afnumdir hirða millimenn gróðann og [engu] af honum er skilað til almennings.“ Svipuð ummæli má sjá víða á netinu þar sem fjallað er um úttekt Viðskiptaráðs. Jákvæð áhrif tollalækkana margstaðfest Fullyrðingar um að lækkun tolla og annarra álagna á vörur skili sér ekki til neytenda eru alrangar og margar skýrslur og rannsóknir eru því til staðfestingar. Afnám tolla og vörugjalda af t.d. fatnaði og heimilistækjum, sem átti sér stað í áföngum á árunum 2015-2017, skilaði sér í lækkun smásöluverðs og lækkun álagningar verzlana á vörurnar í krónum talið, samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í byrjun árs 2017 var felldur niður tollur af innfluttu kartöflusnakki. Samkvæmt úttekt sem Félag atvinnurekenda gerði í byrjun þess árs hafði verð ýmissa vinsælla snakktegunda þá þegar lækkað um 22-43%. Árið 2015 var gerður tvíhliða tollasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins, þar sem samið var um niðurfellingu eða lækkun tolla á fjölda matvara og stækkun tollkvóta fyrir aðrar vörur, til dæmis kjöt og osta. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af vöru án tolla. Samningurinn tók gildi í áföngum 2018-2021. Um svipað leyti var tekin upp ný aðferð við útboð á tollkvótum, svokallað jafnvægisútboð. Í skýrslu sem verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði fyrir þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, kom fram að neytendur hefðu notið góðs bæði af tollasamningnum og breyttri útboðsaðferð. Verð á innfluttum kjötvörum og ostum hefði hækkað mun minna en við mátti búast vegna veikingar krónunnar á tímabilinu frá desember 2019 til september 2020 og lækkað í sumum tilvikum. Þá hefði úrval bæði innlendrar og innfluttrar búvöru aukizt í kjölfar tollasamningsins, sem er sömuleiðis hagur neytenda. Tollkvótar lækka verð á ostum Ágætt nýlegt dæmi um jákvæð áhrif tollasamningsins við ESB er „stóra ostamálið“ sem svo var kallað í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í Bylgjunni, en þar var fjallað um að neytendur hefði rekið í rogastanz er danskur Havarti-ostur hækkaði skyndilega um 70% í Bónusi. Ástæðan fyrir þessu var að Bónus fékk niðurfellingu tolla af ákveðnu magni af ostum, svokallaðan ESB-tollkvóta fyrir upprunaverndaða osta. Þegar enginn tollur var á Havarti-osti skilaði Bónus þeim ávinningi til neytenda en þegar kvótinn kláraðist og tollurinn lagðist á aftur, hækkaði verðið (reyndar um minna en nam fullum tolli). Þetta er enn ein sönnun þess að verzlunin skilar tollalækkun til neytenda. Stjórnvöld verja sérhagsmuni Í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2022 gengu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess, stéttarfélög innan Alþýðusambandsins, á fund Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og lögðu fyrir þau tillögur sínar um lækkun og afnám tolla. Bent var á að verðbólga hefði aukizt á ný og lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að ná henni niður og bæta hag launþega. Lagt var til að tollar féllu niður sem vernduðu ekki hefðbundna íslenzka búvöruframleiðslu, þ.e. af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum og blómum sem ekki væru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis var lagt til að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu yrði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar búvörur og skoðaðar yrðu leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds. Þá var lagt til að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri féllu niður, en slíkt er stórt hagsmunamál innlends matvælaiðnaðar. Ráðherrarnir tóku tillögunum ljúflega – og gerðu svo nákvæmlega ekkert með þær. Tækifærin til að lækka tolla í þágu neytenda og samkeppni voru látin ónotuð, væntanlega til að verja háværa sérhagsmunahópa í innlendri framleiðslu. Eins og úttekt Viðskiptaráðs og ofangreindar skýrslur og úttektir sýna glögglega, er lækkun eða afnám tolla hins vegar skilvirk og sannreynd leið til að lækka matarverð og verðbólgu og bæta hag almennings á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar