Snorri Barón: Keppnin heldur áfram með blessun fjölskyldu Lazars Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:28 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem staddur er í Texas á heimsleikunum í CrossFit þar sem keppandinn Lazar Đukić drukknaði í gær. „Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
„Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira