Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti