„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. ágúst 2024 16:34 John Andrews á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. „Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“ Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“
Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira