Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 06:30 Björgvin Karl Guðmundsson var með á elleftu heimsleikunum í röð. @bk_gudmundsson Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira