Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:31 James Sprague er nýr heimsmeistari í CrossFit. Hér hefur hann klárað grein við hliðina á brautinni þar sem Lazar Dukic átti að keppa. @crossfitgames Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira