Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:05 Viktor Jónsson skoraði sigurmarkið, með herkjum. vísir/Anton Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. Fyrri hálfleikur var mjög tíðindalítill heilt yfir. Mjög greinilegt að liðin vildu fyrst og fremst verjast því að fá á sig mark. Steinar Þorsteinsson fékk fínt færi í upphafi leiks en skotið í varnarmann Fram. Sömu sögu er að segja hinum megin um Djaneiro Daniels sem var í fínni stöðu en Erik Tobias Sandberg renndi sér fyrir. Svo tíðindalítill var hálfleikur að ekki er vert að eyða fleiri orðum í hann. Síðari hálfleikur lifði markalaus í 30 sekúndur því þá var Viktor Jónsson búinn að koma ÍA yfir með sínu fjórtánda marki í sumar. Ingi Þór kom boltanum á Viktor innan teigs Fram og það tók Viktor tvær tilraunir að skora. Síðari hálfleikur varð, við markið, töluvert hraðari og opnari leikur en sá fyrri. Stuttu eftir að ÍA komst yfir fékk Haraldur Einar dauðafæri einn gegn Árna Marinó ien skot hans framhjá úr þröngri stöðu. Opnu færin urðu ekkert mikið fleiri en bæði lið reyndu þó að bæta við. Það færðist töluverð harka í leikinn þegar leið á og Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, þurfti að rífa upp spjaldið nokkrum sinnum. Uppbótartíminn, uppgefinn, varð að lokum 8 mínútur og Fram gaf allt í að reyna að jafna leikinn. Atvik leiksins Það er einfalt. Atvikin voru ekkert rosalega mörg svo sigurmarkið á fyrstu mínútu síðari hálfleiks er klárlega atvik leiksins. Eins og alltof oft þá gleymist Viktor Jónsson innan teigs andstæðinganna og nýtti sér það í annarri tilraun. Stjörnur og skúrkar Erik Tobias Sandberg var maður leiksins í kvöld að mínu mati. Hélt Guðmundi Magnússyni og Djaneiro Daniels til skiptis í skefjum, hann stýrir þessari Skagavörn eins og herforingi og á miklu meira hrós skilið en hann fær. Hinum megin steig Kennie Chopart ekki feilspor hægra megin í vörninni. Djaneiro Daniels fær þann titil í dag að vera skúrkurinn. Lét vinna af sér boltann á miðjum vellinum eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og úr því skoraði Viktor Jónsson sigurmark leiksins. Óþarfi sem nýju maðurinn lærir af. Dómarinn Pétur spot on í kvöld. Pressa á dómurum kvöldins eftir mikla ræðu Arnars Gunnlaugssonar í gær en Pétur var algjörlega vandanum vaxinn í kvöld. Varla nokkuð einasta atvik sem ég get sett út á. Stemning og umgjörð Fyrst ætla ég að nefna upphitunarpeysur Fram sem þeir mættu svo út á völl í. Geggjaðar vintage peysur sem er mjög gaman af. Annars var vel mætt af báðum liðum og hvatt áfram báðum megin. Góð skemmtun. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir „Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. 12. ágúst 2024 20:55 „Við gáfum þeim þetta mark“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. 12. ágúst 2024 21:10
Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. Fyrri hálfleikur var mjög tíðindalítill heilt yfir. Mjög greinilegt að liðin vildu fyrst og fremst verjast því að fá á sig mark. Steinar Þorsteinsson fékk fínt færi í upphafi leiks en skotið í varnarmann Fram. Sömu sögu er að segja hinum megin um Djaneiro Daniels sem var í fínni stöðu en Erik Tobias Sandberg renndi sér fyrir. Svo tíðindalítill var hálfleikur að ekki er vert að eyða fleiri orðum í hann. Síðari hálfleikur lifði markalaus í 30 sekúndur því þá var Viktor Jónsson búinn að koma ÍA yfir með sínu fjórtánda marki í sumar. Ingi Þór kom boltanum á Viktor innan teigs Fram og það tók Viktor tvær tilraunir að skora. Síðari hálfleikur varð, við markið, töluvert hraðari og opnari leikur en sá fyrri. Stuttu eftir að ÍA komst yfir fékk Haraldur Einar dauðafæri einn gegn Árna Marinó ien skot hans framhjá úr þröngri stöðu. Opnu færin urðu ekkert mikið fleiri en bæði lið reyndu þó að bæta við. Það færðist töluverð harka í leikinn þegar leið á og Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, þurfti að rífa upp spjaldið nokkrum sinnum. Uppbótartíminn, uppgefinn, varð að lokum 8 mínútur og Fram gaf allt í að reyna að jafna leikinn. Atvik leiksins Það er einfalt. Atvikin voru ekkert rosalega mörg svo sigurmarkið á fyrstu mínútu síðari hálfleiks er klárlega atvik leiksins. Eins og alltof oft þá gleymist Viktor Jónsson innan teigs andstæðinganna og nýtti sér það í annarri tilraun. Stjörnur og skúrkar Erik Tobias Sandberg var maður leiksins í kvöld að mínu mati. Hélt Guðmundi Magnússyni og Djaneiro Daniels til skiptis í skefjum, hann stýrir þessari Skagavörn eins og herforingi og á miklu meira hrós skilið en hann fær. Hinum megin steig Kennie Chopart ekki feilspor hægra megin í vörninni. Djaneiro Daniels fær þann titil í dag að vera skúrkurinn. Lét vinna af sér boltann á miðjum vellinum eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og úr því skoraði Viktor Jónsson sigurmark leiksins. Óþarfi sem nýju maðurinn lærir af. Dómarinn Pétur spot on í kvöld. Pressa á dómurum kvöldins eftir mikla ræðu Arnars Gunnlaugssonar í gær en Pétur var algjörlega vandanum vaxinn í kvöld. Varla nokkuð einasta atvik sem ég get sett út á. Stemning og umgjörð Fyrst ætla ég að nefna upphitunarpeysur Fram sem þeir mættu svo út á völl í. Geggjaðar vintage peysur sem er mjög gaman af. Annars var vel mætt af báðum liðum og hvatt áfram báðum megin. Góð skemmtun.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir „Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. 12. ágúst 2024 20:55 „Við gáfum þeim þetta mark“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. 12. ágúst 2024 21:10
„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. 12. ágúst 2024 20:55
„Við gáfum þeim þetta mark“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. 12. ágúst 2024 21:10
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti