Innherji

Reglu­verk hamlar fjár­festingu í inn­viðum sem dregur niður eignaverð

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Greinandi Jakobsson Capital bendir á að hlutafé í innviðafélögum sé að mörgu leyti líkara fyrirtækjaskuldabréfi sem vegi mun lægra í áhættugrunni. „Tekjustreymi er fast og verðtryggt og lítil óvissa um vænt tekjustreymi." Aftur á móti sé vægi hlutabréfa fasteignafélaga í áhættugrunni tryggingar- og fjármálafyrirtækja það sama og vægi og annars hlutafjár. 
Greinandi Jakobsson Capital bendir á að hlutafé í innviðafélögum sé að mörgu leyti líkara fyrirtækjaskuldabréfi sem vegi mun lægra í áhættugrunni. „Tekjustreymi er fast og verðtryggt og lítil óvissa um vænt tekjustreymi." Aftur á móti sé vægi hlutabréfa fasteignafélaga í áhættugrunni tryggingar- og fjármálafyrirtækja það sama og vægi og annars hlutafjár.  samsett

Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu.


Tengdar fréttir

Kostn­að­ar­að­hald Heim­a er til „fyr­ir­mynd­ar“

Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.

Fjár­fest­ar leit­a í er­lend fast­eign­a­fé­lög en selj­a þau ís­lensk­u

Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent.

Fyrst­a skipt­i sem skrán­ing á Aðal­list­a heppn­ast ekki

Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×