Regluverk hamlar fjárfestingu í innviðum sem dregur niður eignaverð
Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu.
Tengdar fréttir
Kostnaðaraðhald Heima er til „fyrirmyndar“
Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.
Fjárfestar leita í erlend fasteignafélög en selja þau íslensku
Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent.
Fyrsta skipti sem skráning á Aðallista heppnast ekki
Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.