Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2024 12:35 Pétur Jökull gaf skýrslu fyrir dómi í gær og var viðstaddur framburð lögreglufulltrúa í morgun. Hann er í gæsluvarðhaldi og því í fylgd lögreglumanna. Vísir Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og meðal þeirra er Birgir Halldórsson. Við rannsókn lögreglu á saltdreifaramálinu árið 2022 komst lögregla í samskipti Guðlaugs Agnars Guðmundssonar og Halldórs Margeirs Ólafssonar. Þeir hlutu tíu og átta ára fangelsisdóma í málinu sem talið er eitt það umfangsmesta sem upp hefur komið hér á landi. Reynt var að flytja 53 lítra af amfetamínvökva frá Hollandi. Lögreglufulltrúi sem kom fyrir dóminn í morgun sagðist hafa séð dulkóðuð samskipti úr forritinu Enrochat milli Guðlaugs og Halldórs Margeirs þar sem til umræðu væri að flytja fíkniefni til Íslands með timbri frá Brasilíu. Evrópska lögreglustofnun Europol komst yfir Encrochat-samskipti fjölda glæpamanna sem leiddi til hundruð handtaka. Á meðal gagnanna voru samskipti íslenskra manna sem var komið í hendur íslenskra lögregluyfirvalda. Sumarið 2022 hafi svo gámur komið til Íslands sem passaði við þær upplýsingar sem lögregla hafði. Yfirvöld í Hollandi stöðvuðu gáminn á leiðinni til Íslands og var tæplega hundrað kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni. Lýsingar Daða passa vel Lögregla hefði fengið upplýsingar um að fyrrnefndir Guðlaugur Agnar og Halldór hefðu verið í samskiptum við Birgi Halldórsson, einn þeirra fjögurra sem þegar hafa hlotið dóm, um að flytja inn mikið magn. Gámurinn kom til landsins þann 4. ágúst 2022 og leiddi til handtöku fjögurra manna. Birgis, Jóhannesar Durr, Páls Jónssonar og Daða Björnssonar. Ljóst er að Daði var neðstur í keðjunni og fenginn til að veita efnunum viðtöku og sjá um að gengið yrði frá þeim. Grafa holur í Laugardalnum og koma efnunum fyrir. Lögreglufulltrúinn lýsti því að Daði hefði verið samvinnufús á fyrstu stigum yfirheyrslna án þess að vera nokkurs konar uppljóstrari (e. squealer). Hann hefði lýst því að hafa verið í samskiptum við einn mann sem kallaði sig Pétur. Hann hefði gefið lýsingu á honum, bæði á útliti og klæðnaði, sagðist hafa gúgglað hann og fundið frétt um dóm sem hann hefði fengið fyrir fíkniefnainnflutning og bent á staðsetningu þar sem þeir hefðu hist. Í framhaldinu beindust spjót lögreglunnar að Pétri Jökli. Lýsingin passaði vel, frétt um fyrri dóm Péturs Jökuls fannst, sömuleiðis fannst mynd af honum í hraðbanka í eins jakka og Daði hafði lýst auk þess sem í ljós kom að Pétur Jökull var skráður til heimilis við Lokastíg nærri Kaffi Loka þar sem Daði lýsti að hann hefði hitt nefndan Pétur. Daði kom fyrir dóminn í gær og var spurður hvort um Pétur Jökul væri að ræða. Hann neitaði því en gat um leið ekki gefið neinar upplýsingar um hver viðkomandi Pétur væri sem hann hefði verið í samskiptum við. Saksóknari spurði hann hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið en Daði svaraði neitandi. Harry, Nonni, Patron, Trucker Lögreglufulltrúinn sagði frekari grunsemdir hefðu beinst að Pétri Jökli vegna þess að hann hefði þekkt tengsl við Guðlaug Agnar en einnig Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn. Þeir hefðu verið taldir eigendur kókaínsins. Bæði voru til myndir af Pétri og Guðlaugi Agnari saman í Taílandi, en þeir eru báðir áhugamenn um bardagaíþróttir, og svo voru þekkt tengsl Péturs Jökuls við Sverri sem hlotið hefur dóma fyrir fíkniefnainnflutning og var handtekinn af yfirvöldum í Brasilíu í fyrra, talinn vera fíkniefnabarón þar í landi. Daði lýsti því að hafa verið í samskiptum við nefndan Pétur sem notaði nokkur notendanöfn á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Harry, Nonni, Patron Carton og Trucker. Lögreglufulltrúi sagði að skilaboðin bæru það með sér að þótt um ólík notendanöfn væri að ræða þá væri um sami aðilinn á bak við þau. Daði hefði sömuleiðis lýst því í yfirheyrslum. Þá telja þeir Pétur Jökul hafa notað dulnefnið Johnny Rotten í samskiptum við Svedda tönn. Við samanburð á einkasímanúmeri Péturs Jökuls og svo einu af þessum notendanöfnum, Patron Carton, hafi komið í ljós að þau ferðuðust á sama tíma frá Íslandi til Frankfurt og svo þaðan til Taílands. Tvær klukkustundir liðu frá því að merki fannst frá síma Péturs Jökuls í Taílandi og þar til Patron Carton kom upp þar. Lögreglufulltrúarnir sögðu það líklega tengjast því að ekki hefði verið kveikt á síma Patron Carton strax eða síminn verið á flugstillingu. Lögregla hefði gengið úr skugga um að aðeins einn Pétur hafi verið um borð í flugferðum frá Íslandi til Frankfurt og svo Frankfurt til Taílands. Það hefði verið Pétur Jökull. Snorri Sturluson, verjandi Pétur Jökuls, spurði hvort kannað hefði verið hve margar ferðir voru frá Íslandi til Frankfurt og Taílands þennan dag. Lögreglufulltrúinn sagði að þeir hefðu aðeins leitað eftir nafninu Pétri. Engin myndbending fór fram Lögreglufulltrúi var spurður að því af hverju ekki fór fram myndbending á sínum tíma til að fá staðfestingu á því að sá Pétur sem Daði lýsti væri Pétur Jökull Jónasson. Hann sagði að á þeim tímapunkti hefði það ekki samræmst reglum. Útlit hefði verið breytt og mynd hefði aldrei verið borin undir Daða. Daði Kristjánsson dómari spurði hvers vegna ekki og fékk þau svör að myndirnar sem voru til af Pétri Jökli hefðu verið gamlar. Dómari gerði athugasemd við að ekki hefði verið farið betur ofan í saumana á þessu. Hann minnti á að Daði Björnsson hefði neitað fyrir dómi í gær að um Pétur Jökul væri að ræða. Lögreglufulltrúi benti á að reynt hefði verið að fá Pétur Jökul til landsins við rannsókn málsins en án árangurs. Ekki hefði tekist að ná af honum tali við rannsóknina á fyrri stigum. Pétur Jökull kom loks til landsins eftir að alþjóðalögreglan Interpol lýsti yfir honum í upphafi þessa árs. Pétur Jökull lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði ekki haft áhuga á að lenda í haldi lögregluyfirvalda í Taílandi. Uppnám á handtökudegi Lögreglufulltrúinn lýsti því hvernig skipulagið hefði verið í málinu. Annars vegar hefði Birgir Halldórsson stýrt Jóhannesi Páli Durr og Páli Jónssyni, timburinnflytjanda, en notandinn, sem lögregla telur vera Pétur Jökul og notaði ýmis dulnöfn, hafi stýrt Daða Björnssyni. Svo hafi Birgir og aðilinn sem lögregla telur vera Pétur Jökull talað sín á milli. Lögð hafi verið áhersla á að tengja ekki saman Daða Björnsson við Birgi, Jóhannes og Pál. Uppnám hafi orðið í því þann 4. ágúst, á handtökudeginum. Þann dag virðist notandinn sem talinn er vera Pétur Jökull reyna ítrekað að ná sambandi við Daða Björnsson sem var þá búinn að sækja efnin. Daði svaraði engum símtölum og í framhaldinu byrjar Birgir í fyrsta skipti að gera ítrekaðar tilraunir til að ná í Daða. Svo virðist sem sambandsleysi hafi orðið hjá Daða og ekki tekist um tíma að ná í hann. Notandinn Trucker, sem var í taílensku símanúmeri, var í samskiptum við Daða Björnsson. Sami notandi hét Nonni í síma Birgis Halldórssonar. Þar telja lögreglufulltrúar að um Pétur Jökul hafi verið að ræða í báðum tilfellum. Sannfærður að um Pétur Jökul sé að ræða Lögreglufulltrúi lýsti því hvernig hinir dæmdu í málinu, Páll Jónsson og Jóhannes Durr, hefðu aðallega hist til að skipta um símanúmer og fá nýja síma. Hið sama hefði gilt um Daða Björnsson. Þeim væri jafnóðum hent og sett inn ný. Þetta væri gert til að villa um fyrir lögreglu. Þá lýsti lögreglufulltrúinn samtali sem var hljóðritað í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu í Hafnarfirði, sem Daði hafði fengið aðgang að í tengslum við málið. Þar hefði Daða verið sagt hvað hann ætti að gera við efnin. Símtalið var spilað í dómssal í gær og er ansi óskýrt. Lögreglufulltrúinn sagðist þó ekki vera í neinum vafa, eftir að hafa átt samtal við Pétur Jökul, að um hann væri að ræða. „Ég hef aldrei verið eins sannfærður um að þetta hafi verið Pétur Jökull,“ sagði lögreglufulltrúinn. Bæði væri það orðanotkun, röddin og hljómurinn. Þá hafi það vakið athygli lögreglu að þegar Pétur Jökull sneri til Íslands og hafi sími sem hann afhenti verið glænýr með engum upplýsingum. Pétur Jökull sagðist fyrir dómi í gær hafa annars vegar týnt einum síma og losað sig við hinn af ótta við taílensk yfirvöld. Hann neitar alfarið aðild að málinu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði hvort einhvers staðar í öllum samtölum þessara ólíku dulnefna við hina dæmdu í málinu hefði komið fram eitthvað persónugreinanlegt varðandi Pétur Jökul, nafn, kennitala eða eitthvað. Lögreglufulltrúinn svaraði því til að þeir sem væru að notast við dulnöfn reyndu einmitt að gæta að því að ekkert slíkt kæmi fram. Til þess væri leikurinn gerður. Svarið væri því nei. Pétur Jökull ásamt Snorra Sturlusyni verjanda sínum. Pétur hefur verið búsettur í Taílandi í á annað ár.Vísir Þá var rædd ákvörðunin um að ráðast í handtöku á Daða Björnssyni í Mosfellsbæ þann 4. ágúst. Dómari vildi fá að vita hvers vegna honum hefði ekki verið fylgt lengur eftir. Lögreglufulltrúinn sagðist hafa tíu ára reynslu af fíkniefnaaðgerðum en það hefði ekki verið hægt að fara með aðgerðina lengra. Ástæðan var að óþekktur einstaklingur hefði gefið sig á tal við Daða Björnsson, sem þá taldi sig hafa fimmtíu kíló af kókaíni í bíl sínum. Í ljós kom að maðurinn þekkti Daða ekki, var með rafhlöðulausan síma og hafði beðið um að fá að hringja símtal. Vegna þess gat lögreglan ekki beðið eftir að aðrir en Daði, menn hærra upp í keðjunni, nálguðust fíkniefnin - sem hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Birgir Halldórsson og Jóhannes Durr komu fyrir dóminn í gær. Birgir neitaði á sínum tíma þegar réttað var í málinu að upplýsa hver Nonni væri, sem hann hefði verið í samskiptum við. Þegar hann kom fyrir dóminn í gær neitaði hann að svara spurningum. Jóhannes las upp yfirlýsingu og sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Páll svaraði spurningum í gegnum fjarfundarbúnað í gær og hafði litlu við málið að bæta. Síðustu vitni í málinu koma fyrir dóminn eftir hádegi og þeirra á meðal sérfræðingur sem sá um greiningu á samtalinu sem lögreglufulltrúinn telur ljóst að sé Pétur Jökull að gefa Daða fyrirmæli. Aðalmeðferðinni lýkur svo með málflutningi á föstudaginn. Dómsmál Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og meðal þeirra er Birgir Halldórsson. Við rannsókn lögreglu á saltdreifaramálinu árið 2022 komst lögregla í samskipti Guðlaugs Agnars Guðmundssonar og Halldórs Margeirs Ólafssonar. Þeir hlutu tíu og átta ára fangelsisdóma í málinu sem talið er eitt það umfangsmesta sem upp hefur komið hér á landi. Reynt var að flytja 53 lítra af amfetamínvökva frá Hollandi. Lögreglufulltrúi sem kom fyrir dóminn í morgun sagðist hafa séð dulkóðuð samskipti úr forritinu Enrochat milli Guðlaugs og Halldórs Margeirs þar sem til umræðu væri að flytja fíkniefni til Íslands með timbri frá Brasilíu. Evrópska lögreglustofnun Europol komst yfir Encrochat-samskipti fjölda glæpamanna sem leiddi til hundruð handtaka. Á meðal gagnanna voru samskipti íslenskra manna sem var komið í hendur íslenskra lögregluyfirvalda. Sumarið 2022 hafi svo gámur komið til Íslands sem passaði við þær upplýsingar sem lögregla hafði. Yfirvöld í Hollandi stöðvuðu gáminn á leiðinni til Íslands og var tæplega hundrað kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni. Lýsingar Daða passa vel Lögregla hefði fengið upplýsingar um að fyrrnefndir Guðlaugur Agnar og Halldór hefðu verið í samskiptum við Birgi Halldórsson, einn þeirra fjögurra sem þegar hafa hlotið dóm, um að flytja inn mikið magn. Gámurinn kom til landsins þann 4. ágúst 2022 og leiddi til handtöku fjögurra manna. Birgis, Jóhannesar Durr, Páls Jónssonar og Daða Björnssonar. Ljóst er að Daði var neðstur í keðjunni og fenginn til að veita efnunum viðtöku og sjá um að gengið yrði frá þeim. Grafa holur í Laugardalnum og koma efnunum fyrir. Lögreglufulltrúinn lýsti því að Daði hefði verið samvinnufús á fyrstu stigum yfirheyrslna án þess að vera nokkurs konar uppljóstrari (e. squealer). Hann hefði lýst því að hafa verið í samskiptum við einn mann sem kallaði sig Pétur. Hann hefði gefið lýsingu á honum, bæði á útliti og klæðnaði, sagðist hafa gúgglað hann og fundið frétt um dóm sem hann hefði fengið fyrir fíkniefnainnflutning og bent á staðsetningu þar sem þeir hefðu hist. Í framhaldinu beindust spjót lögreglunnar að Pétri Jökli. Lýsingin passaði vel, frétt um fyrri dóm Péturs Jökuls fannst, sömuleiðis fannst mynd af honum í hraðbanka í eins jakka og Daði hafði lýst auk þess sem í ljós kom að Pétur Jökull var skráður til heimilis við Lokastíg nærri Kaffi Loka þar sem Daði lýsti að hann hefði hitt nefndan Pétur. Daði kom fyrir dóminn í gær og var spurður hvort um Pétur Jökul væri að ræða. Hann neitaði því en gat um leið ekki gefið neinar upplýsingar um hver viðkomandi Pétur væri sem hann hefði verið í samskiptum við. Saksóknari spurði hann hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið en Daði svaraði neitandi. Harry, Nonni, Patron, Trucker Lögreglufulltrúinn sagði frekari grunsemdir hefðu beinst að Pétri Jökli vegna þess að hann hefði þekkt tengsl við Guðlaug Agnar en einnig Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn. Þeir hefðu verið taldir eigendur kókaínsins. Bæði voru til myndir af Pétri og Guðlaugi Agnari saman í Taílandi, en þeir eru báðir áhugamenn um bardagaíþróttir, og svo voru þekkt tengsl Péturs Jökuls við Sverri sem hlotið hefur dóma fyrir fíkniefnainnflutning og var handtekinn af yfirvöldum í Brasilíu í fyrra, talinn vera fíkniefnabarón þar í landi. Daði lýsti því að hafa verið í samskiptum við nefndan Pétur sem notaði nokkur notendanöfn á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Harry, Nonni, Patron Carton og Trucker. Lögreglufulltrúi sagði að skilaboðin bæru það með sér að þótt um ólík notendanöfn væri að ræða þá væri um sami aðilinn á bak við þau. Daði hefði sömuleiðis lýst því í yfirheyrslum. Þá telja þeir Pétur Jökul hafa notað dulnefnið Johnny Rotten í samskiptum við Svedda tönn. Við samanburð á einkasímanúmeri Péturs Jökuls og svo einu af þessum notendanöfnum, Patron Carton, hafi komið í ljós að þau ferðuðust á sama tíma frá Íslandi til Frankfurt og svo þaðan til Taílands. Tvær klukkustundir liðu frá því að merki fannst frá síma Péturs Jökuls í Taílandi og þar til Patron Carton kom upp þar. Lögreglufulltrúarnir sögðu það líklega tengjast því að ekki hefði verið kveikt á síma Patron Carton strax eða síminn verið á flugstillingu. Lögregla hefði gengið úr skugga um að aðeins einn Pétur hafi verið um borð í flugferðum frá Íslandi til Frankfurt og svo Frankfurt til Taílands. Það hefði verið Pétur Jökull. Snorri Sturluson, verjandi Pétur Jökuls, spurði hvort kannað hefði verið hve margar ferðir voru frá Íslandi til Frankfurt og Taílands þennan dag. Lögreglufulltrúinn sagði að þeir hefðu aðeins leitað eftir nafninu Pétri. Engin myndbending fór fram Lögreglufulltrúi var spurður að því af hverju ekki fór fram myndbending á sínum tíma til að fá staðfestingu á því að sá Pétur sem Daði lýsti væri Pétur Jökull Jónasson. Hann sagði að á þeim tímapunkti hefði það ekki samræmst reglum. Útlit hefði verið breytt og mynd hefði aldrei verið borin undir Daða. Daði Kristjánsson dómari spurði hvers vegna ekki og fékk þau svör að myndirnar sem voru til af Pétri Jökli hefðu verið gamlar. Dómari gerði athugasemd við að ekki hefði verið farið betur ofan í saumana á þessu. Hann minnti á að Daði Björnsson hefði neitað fyrir dómi í gær að um Pétur Jökul væri að ræða. Lögreglufulltrúi benti á að reynt hefði verið að fá Pétur Jökul til landsins við rannsókn málsins en án árangurs. Ekki hefði tekist að ná af honum tali við rannsóknina á fyrri stigum. Pétur Jökull kom loks til landsins eftir að alþjóðalögreglan Interpol lýsti yfir honum í upphafi þessa árs. Pétur Jökull lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði ekki haft áhuga á að lenda í haldi lögregluyfirvalda í Taílandi. Uppnám á handtökudegi Lögreglufulltrúinn lýsti því hvernig skipulagið hefði verið í málinu. Annars vegar hefði Birgir Halldórsson stýrt Jóhannesi Páli Durr og Páli Jónssyni, timburinnflytjanda, en notandinn, sem lögregla telur vera Pétur Jökul og notaði ýmis dulnöfn, hafi stýrt Daða Björnssyni. Svo hafi Birgir og aðilinn sem lögregla telur vera Pétur Jökull talað sín á milli. Lögð hafi verið áhersla á að tengja ekki saman Daða Björnsson við Birgi, Jóhannes og Pál. Uppnám hafi orðið í því þann 4. ágúst, á handtökudeginum. Þann dag virðist notandinn sem talinn er vera Pétur Jökull reyna ítrekað að ná sambandi við Daða Björnsson sem var þá búinn að sækja efnin. Daði svaraði engum símtölum og í framhaldinu byrjar Birgir í fyrsta skipti að gera ítrekaðar tilraunir til að ná í Daða. Svo virðist sem sambandsleysi hafi orðið hjá Daða og ekki tekist um tíma að ná í hann. Notandinn Trucker, sem var í taílensku símanúmeri, var í samskiptum við Daða Björnsson. Sami notandi hét Nonni í síma Birgis Halldórssonar. Þar telja lögreglufulltrúar að um Pétur Jökul hafi verið að ræða í báðum tilfellum. Sannfærður að um Pétur Jökul sé að ræða Lögreglufulltrúi lýsti því hvernig hinir dæmdu í málinu, Páll Jónsson og Jóhannes Durr, hefðu aðallega hist til að skipta um símanúmer og fá nýja síma. Hið sama hefði gilt um Daða Björnsson. Þeim væri jafnóðum hent og sett inn ný. Þetta væri gert til að villa um fyrir lögreglu. Þá lýsti lögreglufulltrúinn samtali sem var hljóðritað í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu í Hafnarfirði, sem Daði hafði fengið aðgang að í tengslum við málið. Þar hefði Daða verið sagt hvað hann ætti að gera við efnin. Símtalið var spilað í dómssal í gær og er ansi óskýrt. Lögreglufulltrúinn sagðist þó ekki vera í neinum vafa, eftir að hafa átt samtal við Pétur Jökul, að um hann væri að ræða. „Ég hef aldrei verið eins sannfærður um að þetta hafi verið Pétur Jökull,“ sagði lögreglufulltrúinn. Bæði væri það orðanotkun, röddin og hljómurinn. Þá hafi það vakið athygli lögreglu að þegar Pétur Jökull sneri til Íslands og hafi sími sem hann afhenti verið glænýr með engum upplýsingum. Pétur Jökull sagðist fyrir dómi í gær hafa annars vegar týnt einum síma og losað sig við hinn af ótta við taílensk yfirvöld. Hann neitar alfarið aðild að málinu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði hvort einhvers staðar í öllum samtölum þessara ólíku dulnefna við hina dæmdu í málinu hefði komið fram eitthvað persónugreinanlegt varðandi Pétur Jökul, nafn, kennitala eða eitthvað. Lögreglufulltrúinn svaraði því til að þeir sem væru að notast við dulnöfn reyndu einmitt að gæta að því að ekkert slíkt kæmi fram. Til þess væri leikurinn gerður. Svarið væri því nei. Pétur Jökull ásamt Snorra Sturlusyni verjanda sínum. Pétur hefur verið búsettur í Taílandi í á annað ár.Vísir Þá var rædd ákvörðunin um að ráðast í handtöku á Daða Björnssyni í Mosfellsbæ þann 4. ágúst. Dómari vildi fá að vita hvers vegna honum hefði ekki verið fylgt lengur eftir. Lögreglufulltrúinn sagðist hafa tíu ára reynslu af fíkniefnaaðgerðum en það hefði ekki verið hægt að fara með aðgerðina lengra. Ástæðan var að óþekktur einstaklingur hefði gefið sig á tal við Daða Björnsson, sem þá taldi sig hafa fimmtíu kíló af kókaíni í bíl sínum. Í ljós kom að maðurinn þekkti Daða ekki, var með rafhlöðulausan síma og hafði beðið um að fá að hringja símtal. Vegna þess gat lögreglan ekki beðið eftir að aðrir en Daði, menn hærra upp í keðjunni, nálguðust fíkniefnin - sem hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Birgir Halldórsson og Jóhannes Durr komu fyrir dóminn í gær. Birgir neitaði á sínum tíma þegar réttað var í málinu að upplýsa hver Nonni væri, sem hann hefði verið í samskiptum við. Þegar hann kom fyrir dóminn í gær neitaði hann að svara spurningum. Jóhannes las upp yfirlýsingu og sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Páll svaraði spurningum í gegnum fjarfundarbúnað í gær og hafði litlu við málið að bæta. Síðustu vitni í málinu koma fyrir dóminn eftir hádegi og þeirra á meðal sérfræðingur sem sá um greiningu á samtalinu sem lögreglufulltrúinn telur ljóst að sé Pétur Jökull að gefa Daða fyrirmæli. Aðalmeðferðinni lýkur svo með málflutningi á föstudaginn.
Dómsmál Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent