Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2024 21:00 Sverrir Þór Gunnarsson hefur verið búsettur í Brasilíu til lengri tíma. Hans nafn hefur borið á góma í tengslum við umfangsmikil fíkniefnamál á borð við saltdreifaramálið og stóra kókaínmálið. Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. Daði Björnsson, Páll Jónsson timbursali, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson hafa þegar hlotið á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Páll hlaut þyngsta dóminn en hann hefur fullyrt að hafa verið fengið í málið af Birgi og talið að um innflutning á sex kílóum væri að ræða. Saksóknari hefur í gær og í dag leitt fyrrnefnda sakborninga fyrir dóminn sem vitni en þeir lítið vilja tjá sig um málið. Stór hluti hefur farið í að sýna fram á að Pétur Jökull hafi verið sá sem var á bak við dulnöfnin Harry, Nonni, Patron Cartoon og Trucker á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal. Sá aðili gaf Daða Björnssyni fyrirmæli um hvernig hann ætti að huga að móttöku efnanna þegar þau kæmu til landsins. Daði virðist hafa verið neðstur í keðjunni en hann hlaut vægasta dóminn. Hann sagði í kjölfar handtöku að viðkomandi hefði heitið Pétur og fleira í máli hans bendir til að um Pétur Jökul sé að ræða. Daði neitaði því fyrir dómi í gær en vildi lítið tjá sig um málið. Johnny Rotten að spjalla við Svedda tönn Lögreglufulltrúar komu fyrir dóminn í morgun en þeir eru sannfærðir um að Pétur Jökull sé á bak við dulnöfnin. Við rannsóknina voru skoðuð samskipti aðila sem notaði dulnefnið Johnny Rotten við Sverri Þór Gunnarson, Svedda tönn. Einn lögreglufulltrúi hafði það eina verkefni að kafa ofan í tengslin við Sverri Þór. Skoða tengingar við Sverri. Í máli hennar kom fram að notandinn Johnny Rotten, sem var skráður á spænskt númer, hefði rætt undir rós við Sverri Þór um fíkniefnaviðskipti. Þar notuðu þeir dulmál til að ekki sæist augljóslega að um fíkniefni væri að ræða. Lögregla telur að Pétur Jökull hafi verið á bak við notandann Johnny Rotten en hann dvaldi nokkuð á Spáni á flakki sínu árið 2022. Lögregla vísaði meðal annars til þess að Johnny Rotten hefði rætt við Sverri utan Íslands en þann 27. júní 2022 hefði sá aðgangur hætt og samskipti hafist á nýjum aðgangi á Signal á nýjum síma. Notandi færðist frá Evrópu til Íslands sama dag og Pétur Jökull Lögreglufulltrúinn benti á að sama dag og viðskiptin hættu að fara fram á spænskum síma heldur á íslenskum hefði Pétur Jökull komið til Íslands frá Amsterdam. Nú hefðu það verið dulnöfnin Harry og Patron Cartoon sem hefðu tekið við í samskiptum við Sverri Þór. Fulltrúinn var spurður að því hvað hefði bent til þess að sami aðili, sem lögregla telur vera Pétur Jökul, væri á bak við dulnöfnin þrjú. Fulltrúin nefndi að skilaboðin hefðu haldið áfram sem framhald af sama samtali, án nokkurs fyrirvara. Sverrir hefði greinilega vitað hvern hann væri að tala við. Í öllum þremur samskiptum hefði verið talað um Rúmenann, dulnafn fyrir einhvern einstakling. Í samtali hafi verið talað um fíkniefni undir rós, skiptingu á hagnaði, burðardýr og vísað í fleiri en einum samskiptum til sama aðila sem kallaður var B. Þar hefur lögreglan rökdstuddan grun að um sé að ræða Birgi Halldórsson. Birgir sá um samskiptin við Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við innflutninginn. Í samtalinu, sem lögregla telur ljóst að hafi verið milli Péturs Jökuls og Sverris Þórs, hafi verið rætt um sakborninga bæði í saltdreifaramálinu sem og þessu máli, stóra kókaínmálinu. Lögregla telur Sverri Þór tengjast báðum málum en hann hefur þó ekki verið ákærður vegna málanna. Sverrir Þór var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í Brasilíu, meðal annars í samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld, í fyrra. Hann hlaut tæplega sjö ára fangelsisdóm fyrr á árinu. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Daði Björnsson, Páll Jónsson timbursali, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson hafa þegar hlotið á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Páll hlaut þyngsta dóminn en hann hefur fullyrt að hafa verið fengið í málið af Birgi og talið að um innflutning á sex kílóum væri að ræða. Saksóknari hefur í gær og í dag leitt fyrrnefnda sakborninga fyrir dóminn sem vitni en þeir lítið vilja tjá sig um málið. Stór hluti hefur farið í að sýna fram á að Pétur Jökull hafi verið sá sem var á bak við dulnöfnin Harry, Nonni, Patron Cartoon og Trucker á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal. Sá aðili gaf Daða Björnssyni fyrirmæli um hvernig hann ætti að huga að móttöku efnanna þegar þau kæmu til landsins. Daði virðist hafa verið neðstur í keðjunni en hann hlaut vægasta dóminn. Hann sagði í kjölfar handtöku að viðkomandi hefði heitið Pétur og fleira í máli hans bendir til að um Pétur Jökul sé að ræða. Daði neitaði því fyrir dómi í gær en vildi lítið tjá sig um málið. Johnny Rotten að spjalla við Svedda tönn Lögreglufulltrúar komu fyrir dóminn í morgun en þeir eru sannfærðir um að Pétur Jökull sé á bak við dulnöfnin. Við rannsóknina voru skoðuð samskipti aðila sem notaði dulnefnið Johnny Rotten við Sverri Þór Gunnarson, Svedda tönn. Einn lögreglufulltrúi hafði það eina verkefni að kafa ofan í tengslin við Sverri Þór. Skoða tengingar við Sverri. Í máli hennar kom fram að notandinn Johnny Rotten, sem var skráður á spænskt númer, hefði rætt undir rós við Sverri Þór um fíkniefnaviðskipti. Þar notuðu þeir dulmál til að ekki sæist augljóslega að um fíkniefni væri að ræða. Lögregla telur að Pétur Jökull hafi verið á bak við notandann Johnny Rotten en hann dvaldi nokkuð á Spáni á flakki sínu árið 2022. Lögregla vísaði meðal annars til þess að Johnny Rotten hefði rætt við Sverri utan Íslands en þann 27. júní 2022 hefði sá aðgangur hætt og samskipti hafist á nýjum aðgangi á Signal á nýjum síma. Notandi færðist frá Evrópu til Íslands sama dag og Pétur Jökull Lögreglufulltrúinn benti á að sama dag og viðskiptin hættu að fara fram á spænskum síma heldur á íslenskum hefði Pétur Jökull komið til Íslands frá Amsterdam. Nú hefðu það verið dulnöfnin Harry og Patron Cartoon sem hefðu tekið við í samskiptum við Sverri Þór. Fulltrúinn var spurður að því hvað hefði bent til þess að sami aðili, sem lögregla telur vera Pétur Jökul, væri á bak við dulnöfnin þrjú. Fulltrúin nefndi að skilaboðin hefðu haldið áfram sem framhald af sama samtali, án nokkurs fyrirvara. Sverrir hefði greinilega vitað hvern hann væri að tala við. Í öllum þremur samskiptum hefði verið talað um Rúmenann, dulnafn fyrir einhvern einstakling. Í samtali hafi verið talað um fíkniefni undir rós, skiptingu á hagnaði, burðardýr og vísað í fleiri en einum samskiptum til sama aðila sem kallaður var B. Þar hefur lögreglan rökdstuddan grun að um sé að ræða Birgi Halldórsson. Birgir sá um samskiptin við Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við innflutninginn. Í samtalinu, sem lögregla telur ljóst að hafi verið milli Péturs Jökuls og Sverris Þórs, hafi verið rætt um sakborninga bæði í saltdreifaramálinu sem og þessu máli, stóra kókaínmálinu. Lögregla telur Sverri Þór tengjast báðum málum en hann hefur þó ekki verið ákærður vegna málanna. Sverrir Þór var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í Brasilíu, meðal annars í samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld, í fyrra. Hann hlaut tæplega sjö ára fangelsisdóm fyrr á árinu.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45
Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35