Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent