Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 22:31 Fram kemur í grein Daily Mail að Orri Steinn Óskarsson hafi verið hærra skrifaður en Rasmus Höjlund hjá danska félaginu FC Kaupmannahöfn, þegar báðir voru þar. Getty/Ulrik Pedersen Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag. Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Sjá meira
Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby
Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Sjá meira
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti