Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:30 Snorri Barón Jónsson með skjólstæðingi sínum Björgvini Karli Guðmyndssyni. @snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti