„Týpísk pólitík að tefja málið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 10:55 Jón Ingi segir ósamræmis gæta í málflutningi meirihlutans. Vísir/Samsett Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann. Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann.
Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30