Ekki henda! Eyjólfur Pálsson skrifar 15. ágúst 2024 16:31 Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun