„Var kominn með hausverk á hliðarlínunni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 09:17 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnar sigri liðsins á Flora í Tallinn í gær sem tryggði Víkinga áfram í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta var erfiður leikur. Við náum góðu forskoti 2-0, fórum með það í hálfleik en svo svara þeir 2-1 fullsnemma fyrir minn smekk. Manni leið ekkert alltof vel í seinni hálfleik. Við náum að þrauka þetta. Kredit á strákana. Við vorum helvíti laskaðir komandi inn í þennan leik. Bara frábært hvernig sjúkraþjálfarateymið náðu að tjasla mönnum saman. Menn fundu kraft og styrk til að komast í gegnum þetta,“ sagði Arnar við íþróttadeild í morgun. Víkingur leiddi 2-0, líkt og hann segir, en Flora minnkaði muninn á 53. mínútu. 2-1 var staðan allt til loka en heimamenn pressuðu nokkuð stíft á Víkinga. Arnari var ekki alveg sama á lokakaflanum. „Ég er ekki að grínast. Þetta eiga að vera 45 mínútur þessir hálfleikar en þegar staðan er svona og mikið undir líður þér eins og þetta séu tveir klukkutímar. Þú þarft bara að treysta á að strákarnir fari eftir strúktúr og taki varnarleikinn alvarlega. Sem betur fer hélst einbeitingin mest allan seinni hálfleikinn,“ segir Arnar. Hann er þá ánægður með hugarfar sinna manna. Margir þurftu að leysa hlutverk sem þeir eru óvanir eftir því sem leið á. „Eftir að við náðum að breyta í fimm manna vörn fannst mér komast betri bragur á okkur. Ég er ánægður með hugarfarið. Ég var að biðja suma leikmenn að spila stöðu sem þeir eru alls ekki vanir að spila. Helgi fór í vængbakvörð, eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Menn þurfa að fórna sér fyrir málstaðinn,“ segir Arnar. Meiðslabras á hópnum Líkt og Arnar nefnir að ofan er töluvert um meiðsli hjá Víkingum. Einhverjir sneru aftur í liðið í gær en fæstir þeirra sem eru að stíga upp úr meiðslum gátu spilað mikið. „Jón Guðni [Fjóluson] kemur inn þegar tuttugu mínútur eru eftir. Hann var ekki alveg tilbúinn til að byrja leikinn. Við gátum ekki byrjað með leikmenn sem voru tæpir að spila leikinn yfirhöfuð. Elli [Erlingur Agnarsson] kemur inn á í fyrri hálfleik sem er alltof snemmt fyrir hann,“ „Niko [Nikolaj Hansen] náði að þrauka í einhverjar 55 mínútur. Þetta var mikið púsluspil einhvern veginn. Ég var kominn með hausverk á hliðarlínunni hvernig átti að púsla þessu öllu saman,“ segir Arnar. Myndin sem var máluð upp í vor Næst er leikur við ÍA á mánudag í Bestu deildinni áður en Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í Víkinni á fimmtudag. Nú reyni á að menn setji fullan fókus á deildarleikinn sem fram undan er, þrátt fyrir að við taki tveir leikir sem ákvarða hvort Víkingur fari í riðlakeppni í Evrópu í fyrsta sinn. „Menn fara kannski að forgangsraða í hausnum. Að einn leikur sé mikilvægari en annar. En Skaginn er strax á mánudaginn og hún hefur gengið fínt, þessi törn milli Evrópuleikja. Við unnum HK, áttum góðan leik við FH og svo fínasti leikur við Vestra. Við þurfum bara að taka góða endurheimt þessa daga og finna kraft á móti Skaganum. Við erum bara með þriggja stiga forskot í deildinni svo við megum ekki missa sjónar af því,“ „Þetta er myndin sem við máluðum í upphafi tímabilsins. Það er ekki hægt að kvarta loksins þegar maður kemst í þessa stöðu. Þá er ekki hægt að skipta um skoðun og kvarta yfir því að þetta sé erfitt. Þetta er vissulega erfitt en þetta er líka ótrúlega gaman,“ segir Arnar. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var erfiður leikur. Við náum góðu forskoti 2-0, fórum með það í hálfleik en svo svara þeir 2-1 fullsnemma fyrir minn smekk. Manni leið ekkert alltof vel í seinni hálfleik. Við náum að þrauka þetta. Kredit á strákana. Við vorum helvíti laskaðir komandi inn í þennan leik. Bara frábært hvernig sjúkraþjálfarateymið náðu að tjasla mönnum saman. Menn fundu kraft og styrk til að komast í gegnum þetta,“ sagði Arnar við íþróttadeild í morgun. Víkingur leiddi 2-0, líkt og hann segir, en Flora minnkaði muninn á 53. mínútu. 2-1 var staðan allt til loka en heimamenn pressuðu nokkuð stíft á Víkinga. Arnari var ekki alveg sama á lokakaflanum. „Ég er ekki að grínast. Þetta eiga að vera 45 mínútur þessir hálfleikar en þegar staðan er svona og mikið undir líður þér eins og þetta séu tveir klukkutímar. Þú þarft bara að treysta á að strákarnir fari eftir strúktúr og taki varnarleikinn alvarlega. Sem betur fer hélst einbeitingin mest allan seinni hálfleikinn,“ segir Arnar. Hann er þá ánægður með hugarfar sinna manna. Margir þurftu að leysa hlutverk sem þeir eru óvanir eftir því sem leið á. „Eftir að við náðum að breyta í fimm manna vörn fannst mér komast betri bragur á okkur. Ég er ánægður með hugarfarið. Ég var að biðja suma leikmenn að spila stöðu sem þeir eru alls ekki vanir að spila. Helgi fór í vængbakvörð, eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Menn þurfa að fórna sér fyrir málstaðinn,“ segir Arnar. Meiðslabras á hópnum Líkt og Arnar nefnir að ofan er töluvert um meiðsli hjá Víkingum. Einhverjir sneru aftur í liðið í gær en fæstir þeirra sem eru að stíga upp úr meiðslum gátu spilað mikið. „Jón Guðni [Fjóluson] kemur inn þegar tuttugu mínútur eru eftir. Hann var ekki alveg tilbúinn til að byrja leikinn. Við gátum ekki byrjað með leikmenn sem voru tæpir að spila leikinn yfirhöfuð. Elli [Erlingur Agnarsson] kemur inn á í fyrri hálfleik sem er alltof snemmt fyrir hann,“ „Niko [Nikolaj Hansen] náði að þrauka í einhverjar 55 mínútur. Þetta var mikið púsluspil einhvern veginn. Ég var kominn með hausverk á hliðarlínunni hvernig átti að púsla þessu öllu saman,“ segir Arnar. Myndin sem var máluð upp í vor Næst er leikur við ÍA á mánudag í Bestu deildinni áður en Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í Víkinni á fimmtudag. Nú reyni á að menn setji fullan fókus á deildarleikinn sem fram undan er, þrátt fyrir að við taki tveir leikir sem ákvarða hvort Víkingur fari í riðlakeppni í Evrópu í fyrsta sinn. „Menn fara kannski að forgangsraða í hausnum. Að einn leikur sé mikilvægari en annar. En Skaginn er strax á mánudaginn og hún hefur gengið fínt, þessi törn milli Evrópuleikja. Við unnum HK, áttum góðan leik við FH og svo fínasti leikur við Vestra. Við þurfum bara að taka góða endurheimt þessa daga og finna kraft á móti Skaganum. Við erum bara með þriggja stiga forskot í deildinni svo við megum ekki missa sjónar af því,“ „Þetta er myndin sem við máluðum í upphafi tímabilsins. Það er ekki hægt að kvarta loksins þegar maður kemst í þessa stöðu. Þá er ekki hægt að skipta um skoðun og kvarta yfir því að þetta sé erfitt. Þetta er vissulega erfitt en þetta er líka ótrúlega gaman,“ segir Arnar.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn