Er eitt næturgaman þess virði? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar