Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 15:11 Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsimark í dag. Vísir/Anton Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik. Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik.
Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira