Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 10:15 Sögulegur leikur og sögulegur sigur. FCK FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi. FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024 Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira