Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 14:15 Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH, var varamaður á bekk FH í síðasta leik. Svo verður ekki í kvöld. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn