„Ég gaf ykkur mitt besta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:05 „Ég elska starfið en ég elska landið mitt meira“ sagði Joe Biden um ákvörðun sína um að stíga til hliðar. Getty/Andrew Harnik „Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi. Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira