Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 08:39 Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda. Bítið Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. „Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24