Fær Amsterdam-reiðuféð ekki til baka frá lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 13:38 Mennirnir voru handteknir í Leifsstöð. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um afhendingu reiðufjár upp á sex þúsund evrur, sem lögregla lagði hald á í Leifsstöð. Peninginn hafði maðurinn meðferðis á leið til Amsterdam með félögunum. Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms. Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira