Innlent

Kyrrðar- og minningarstund vegna slyssins við Háls­lón

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kyyrðarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í Neskaupsstað.
Kyyrðarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í Neskaupsstað. Vísir/Vilhelm

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun klukkan sex og kyrrðarstund í Heydalakirkju í Breiðdal í kvöld klukkan átta. Banaslys varð við Hálslón norðan Vatnajökuls þar sem karlmaður á fertugsaldri lést af völdum voðaskots.

„Samfélagið á Austurlandi er í sameiningu að takast á við mikið áfall, og vinna úr því,“ segir í tilkynningu frá Fjarðabyggð á samfélagsmiðlum.

Prestar hafa boðið upp á samtöl við þá sem eiga um sárt að binda í kirkjum Fjarðabyggðar í dag og munu einnig gera það á morgun. Að áfallaviðbraðginu koma einnig fagaðilar á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Rauða krossins.

Fjarðabyggð bendir á að hægt sé að fá samband við geðheilbrigðisteymi, presta og félagsþjónustu.

„Þá er einnig hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahjalp@hsa.is, hafa samband við presta í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða með því að senda póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×