Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 21:11 Þórhallur hefur ræktað gúrkur í um 40 ár. Samsett Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður. Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður.
Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira