Heimir vill finna óþokka Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 13:31 Heimir Hallgrímsson og Jim Crawford, þjálfari U21-landsliðs Írlands, skellihlæjandi á leik í írsku úrvalsdeildinni. Það gefur góð fyrirheit fyrir samvinnu þeirra. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira