Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:51 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni. Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira