Uppgjörið: FH - Valur 2-4 | Meistararnir áfram á toppnum Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:00 Valur situr í efsta sæti Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. vísir/Anton Valur situr á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. Liðið sigraði FH í dag á Kaplakrikavelli í miklum markaleik. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Val en FH komst yfir í upphafi leiks. Leikurinn fór fjörlega af stað og það tók Hafnfirðinga aðeins 15 mínútur að komast yfir. Það var sofandaháttur í vörn Vals og heimakonur unnu boltann á hættulegum stað. Breukelen Woodard lagði boltann út á Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem smellhitti boltann í bláhornið. Einstaklega laglegt mark fyrir utan vítateig og var skotið óverjandi fyrir Fanneyju Ingu í marki Vals. Valskonur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og á 18. mínútu leiksins jafnaði Berglind Rós Ágústsdóttir. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti hnitmiðaða sendingu frá vinstri kantinum og kom Berglind á ferðinni og lagði boltann viðstöðulaust í netið af stuttu færi. Valur hafði tögl og hagldir á leiknum eftir jöfnunarmarkið og sóttu án afláts að marki FH. Heimakonur urðu fyrir miklu áfalli þegar einn af þeirra máttarstólpum, Breukelen Woodard, þurfti að fara af velli á 37. mínútu eftir harða baráttu um boltann við Hailey Whitaker. Leikurinn stöðvaðist í tæplega tíu mínútur á meðan sjúkraþjálfarar hlúðu að Breukelen. Þegar leikurinn var flautaður af stað að nýju hægðist á hraða leiksins og var staðan óbreytt í hálfleik. FH varð fyrir miklu áfalli þegar Breukelen Woodard meiddist illa undir lok fyrri hálfleiks.Vísir/Pawel Á 57. mínútu leiksins komust gestirnir yfir og var það Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði sitt áttunda mark í Bestu deildinni í sumar. Hún fékk boltann á miðjum vallarhelming FH og lét vaða fyrir utan vítateig. Jasmín skaut lágu skoti sem var ekki ýkja fast en Aldís Guðlaugsdóttir í marki FH náði ekki til knattarins. Nýkrýndir bikarmeistarar Vals voru ekki hættir og Fanndís Friðriksdóttir bætti við þriðja markinu á 73. mínútu. Boltinn datt fyrir hana eftir að varnarmenn FH hreinsuðu frá og eftir kvika gabbhreyfingu náði hún að koma knettinum í markið. Berglind Rós Ágústsdóttir rak smiðshöggið á sigurinn með fjórða marki Vals á 90. mínútu. Hún vann boltann á hættulegum stað og lét vaða á markið skömmu síðar. Varnarleikur FH var ekki upp á marga fiska en afgreiðslan þó einkar glæsileg. FH-ingar skoruðu sárabótarmark í uppbótartíma. Það var hin sautján ára Berglind Freyja Hlynsdóttir sem skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni með skalla af stuttu færi. Skömmu síðar flautaði Breki Sigurðsson til leiksloka og Valskonur fögnuðu sanngjörnum 4-2 sigri. Atvik leiksins Nánast upp úr þurru náði FH að komast yfir með stórglæsilegu marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Það mark virðist hafa kveikt í Valskonum sem voru ekki lengi að jafna leikinn og tóku yfir leikinn í kjölfarið. Að auki voru það meiðsli Breukelen Woodard á 37. mínútu sem virðist hafa slegið FH-inga út af laginu. Meiðslin litu illa út og var það áfall fyrir Hafnfirðinga að missa sinn lykilleikmann. Stjörnur og skúrkar Berglind Rós Ágústdóttir lék við hvern sinn fingur í leiknum í dag og skoraði tvö mörk. Fanndís Friðriksdóttir var sífellt ógnandi og kórónaði fínan leik sinn með laglegu marki fyrir utan vítateig. Valskonur fengu fullmikið pláss við vítateiginn og skoraði Valur þrjú mörk í síðari hálfleik með einfaldri uppskrift. Varnarlína FH var ekki nægilega skipulögð og var verkefnið þokkalega þægilegt fyrir sóknarmenn Vals í síðari hálfleik. Dómarar Breki Sigurðsson fékk það hlutverk að dæma leikinn á Kaplakrikavelli í dag. Hann átti prýðisgóðan leik en hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í dag og leikurinn var án stórra vafaatriða. Stemning og umgjörð Það heyrðist ágætlega í stuðningsmönnum á leiknum í dag. Sólin skein í Hafnarfirði og sátu stuðningsmenn beggja megin vallarins. Það voru rúmlega 300 manns vitni af markaveislunni á Kaplakrikavelli í dag. Viðtöl Besta deild kvenna FH Valur
Valur situr á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. Liðið sigraði FH í dag á Kaplakrikavelli í miklum markaleik. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Val en FH komst yfir í upphafi leiks. Leikurinn fór fjörlega af stað og það tók Hafnfirðinga aðeins 15 mínútur að komast yfir. Það var sofandaháttur í vörn Vals og heimakonur unnu boltann á hættulegum stað. Breukelen Woodard lagði boltann út á Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem smellhitti boltann í bláhornið. Einstaklega laglegt mark fyrir utan vítateig og var skotið óverjandi fyrir Fanneyju Ingu í marki Vals. Valskonur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og á 18. mínútu leiksins jafnaði Berglind Rós Ágústsdóttir. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti hnitmiðaða sendingu frá vinstri kantinum og kom Berglind á ferðinni og lagði boltann viðstöðulaust í netið af stuttu færi. Valur hafði tögl og hagldir á leiknum eftir jöfnunarmarkið og sóttu án afláts að marki FH. Heimakonur urðu fyrir miklu áfalli þegar einn af þeirra máttarstólpum, Breukelen Woodard, þurfti að fara af velli á 37. mínútu eftir harða baráttu um boltann við Hailey Whitaker. Leikurinn stöðvaðist í tæplega tíu mínútur á meðan sjúkraþjálfarar hlúðu að Breukelen. Þegar leikurinn var flautaður af stað að nýju hægðist á hraða leiksins og var staðan óbreytt í hálfleik. FH varð fyrir miklu áfalli þegar Breukelen Woodard meiddist illa undir lok fyrri hálfleiks.Vísir/Pawel Á 57. mínútu leiksins komust gestirnir yfir og var það Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði sitt áttunda mark í Bestu deildinni í sumar. Hún fékk boltann á miðjum vallarhelming FH og lét vaða fyrir utan vítateig. Jasmín skaut lágu skoti sem var ekki ýkja fast en Aldís Guðlaugsdóttir í marki FH náði ekki til knattarins. Nýkrýndir bikarmeistarar Vals voru ekki hættir og Fanndís Friðriksdóttir bætti við þriðja markinu á 73. mínútu. Boltinn datt fyrir hana eftir að varnarmenn FH hreinsuðu frá og eftir kvika gabbhreyfingu náði hún að koma knettinum í markið. Berglind Rós Ágústsdóttir rak smiðshöggið á sigurinn með fjórða marki Vals á 90. mínútu. Hún vann boltann á hættulegum stað og lét vaða á markið skömmu síðar. Varnarleikur FH var ekki upp á marga fiska en afgreiðslan þó einkar glæsileg. FH-ingar skoruðu sárabótarmark í uppbótartíma. Það var hin sautján ára Berglind Freyja Hlynsdóttir sem skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni með skalla af stuttu færi. Skömmu síðar flautaði Breki Sigurðsson til leiksloka og Valskonur fögnuðu sanngjörnum 4-2 sigri. Atvik leiksins Nánast upp úr þurru náði FH að komast yfir með stórglæsilegu marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Það mark virðist hafa kveikt í Valskonum sem voru ekki lengi að jafna leikinn og tóku yfir leikinn í kjölfarið. Að auki voru það meiðsli Breukelen Woodard á 37. mínútu sem virðist hafa slegið FH-inga út af laginu. Meiðslin litu illa út og var það áfall fyrir Hafnfirðinga að missa sinn lykilleikmann. Stjörnur og skúrkar Berglind Rós Ágústdóttir lék við hvern sinn fingur í leiknum í dag og skoraði tvö mörk. Fanndís Friðriksdóttir var sífellt ógnandi og kórónaði fínan leik sinn með laglegu marki fyrir utan vítateig. Valskonur fengu fullmikið pláss við vítateiginn og skoraði Valur þrjú mörk í síðari hálfleik með einfaldri uppskrift. Varnarlína FH var ekki nægilega skipulögð og var verkefnið þokkalega þægilegt fyrir sóknarmenn Vals í síðari hálfleik. Dómarar Breki Sigurðsson fékk það hlutverk að dæma leikinn á Kaplakrikavelli í dag. Hann átti prýðisgóðan leik en hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í dag og leikurinn var án stórra vafaatriða. Stemning og umgjörð Það heyrðist ágætlega í stuðningsmönnum á leiknum í dag. Sólin skein í Hafnarfirði og sátu stuðningsmenn beggja megin vallarins. Það voru rúmlega 300 manns vitni af markaveislunni á Kaplakrikavelli í dag. Viðtöl
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti