Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 15:05 Árásin átti sér stað á Skúlagötu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Ívar Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“ Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira