Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 09:02 Björn Daníel Sverrisson hefur farið mikinn með FH að undanförnu. Vísir/Sigurjón Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira