Telur Orra Stein ekki á leið til Man City að svo stöddu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn er líklega ekki á leið til Manchester City í sumar. AP Photo/Dave Thompson Á sunnudaginn var Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Kaupmannahafnar, orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Blaðamaður sem sérhæfir sig í liði Man City telur Orra Stein ekki vera á leið til liðsins að svo stöddu. Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic opinberaði á sunnudag að Orri Steinn væri á blaði hjá Man City. Í frétt Ornstein sagði þó að hann teldi Íslendinginn ekki á leið til félagsins í sumar. Nú hefur Sam Lee, kollegi Ornstein hjá Athletic, tjáð sig um fréttirnar en hann vinnur við að fjalla um lið Man City. Lee ræddi við danska fjölmiðilinn Tipsbladet í dag um áhuga félagsins á Orra Steini. Í því samtali kom fram að Orri Steinn væri vissulega á blaði hjá Man City sem og Kyogo Furuhashi sem spilar með Celtic. „Í síðustu viku heyrði ég Pep (Guardiola, þjálfara Man City) segja að hann teldi sig ekki þurfa á nýjum framherja að halda,“ sagði Lee en talið var að Englandsmeistararnir myndu festa kaup á framherja eftir að Julián Alvarez var seldur til Atlético Madríd. So this’ll be the other, younger option, in addition in Kyogo. As David says here, City are unlikely to pursue it and, last I heard, Guardiola was doubting whether they need another striker after all! But Txiki found these two https://t.co/Sb5OTHZTTs— Sam Lee (@SamLee) August 25, 2024 Það er ljóst að sama hvaða framherji gengur í raðir Man City þá mun sá hinn sami vera í því hlutverki að leysa Erling Haaland af þegar Norðmaðurinn væri hvíldur. Lee sér Orra Stein ekki í því hlutverki sem stendur. Orri Steinn hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti og skorað fimm mörk í sex leikjum í deild ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Þá hefur hann skorað tvö mörk í fimm leikjum í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic opinberaði á sunnudag að Orri Steinn væri á blaði hjá Man City. Í frétt Ornstein sagði þó að hann teldi Íslendinginn ekki á leið til félagsins í sumar. Nú hefur Sam Lee, kollegi Ornstein hjá Athletic, tjáð sig um fréttirnar en hann vinnur við að fjalla um lið Man City. Lee ræddi við danska fjölmiðilinn Tipsbladet í dag um áhuga félagsins á Orra Steini. Í því samtali kom fram að Orri Steinn væri vissulega á blaði hjá Man City sem og Kyogo Furuhashi sem spilar með Celtic. „Í síðustu viku heyrði ég Pep (Guardiola, þjálfara Man City) segja að hann teldi sig ekki þurfa á nýjum framherja að halda,“ sagði Lee en talið var að Englandsmeistararnir myndu festa kaup á framherja eftir að Julián Alvarez var seldur til Atlético Madríd. So this’ll be the other, younger option, in addition in Kyogo. As David says here, City are unlikely to pursue it and, last I heard, Guardiola was doubting whether they need another striker after all! But Txiki found these two https://t.co/Sb5OTHZTTs— Sam Lee (@SamLee) August 25, 2024 Það er ljóst að sama hvaða framherji gengur í raðir Man City þá mun sá hinn sami vera í því hlutverki að leysa Erling Haaland af þegar Norðmaðurinn væri hvíldur. Lee sér Orra Stein ekki í því hlutverki sem stendur. Orri Steinn hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti og skorað fimm mörk í sex leikjum í deild ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Þá hefur hann skorað tvö mörk í fimm leikjum í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira