Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 23:55 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira