Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 11:59 Ástandið á hjúkrunarheimilum er ósjálfbært að sögn formanns Eflingar vegna mönnunarvanda. Álag og streita starfsfólk aukist sífellt sem aftur leiði til veikinda og kulnunar. vísir/vilhelm Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig. Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira