Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 07:31 Stefnir á að skora alls 1000 mörk á ferlinum áður en hann leggur skóna á hilluna. Emin Sansar/Getty Images Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá) Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira