Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:27 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/ÍVar Fannar Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. Þetta kemur fram í tölvupósti til foreldra barna í grunnskólum Reykjavíkur sem sendur var á fimm tungumálum í dag til að ná til sem flestra forráðamanna. „Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk, þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum vill starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hvetja foreldra til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það getur verið að ganga með hníf á sér og komi í veg fyrir vopnaburð,“ segir í tölvupóstinum. Óásættanleg þróun „Því miður hefur borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum.“ Minnt er á að vopnaburður á almannafæri er bannaður samkvæmt vopnalögum og brot geti varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum. „Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.“ Samvera við foreldra og umhyggja skipta máli „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir þættir vernda börn gegn áhættuhegðun svo sem samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir í tölvupóstinum. Þá sé mikið forvarnagildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt sé að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi. „Með verndandi þætti að leiðarljósi getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Ræðum þessi mál við börnin, vini barnanna og foreldra þeirra og leggjum okkar af mörkum til að auka farsæld barna. Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi mun leggja þunga áherslu á það á komandi dögum að stöðva hnífaburð barnanna okkar. Stígum fast til jarðar - saman!“ Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 „Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17 Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti til foreldra barna í grunnskólum Reykjavíkur sem sendur var á fimm tungumálum í dag til að ná til sem flestra forráðamanna. „Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk, þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum vill starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hvetja foreldra til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það getur verið að ganga með hníf á sér og komi í veg fyrir vopnaburð,“ segir í tölvupóstinum. Óásættanleg þróun „Því miður hefur borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum.“ Minnt er á að vopnaburður á almannafæri er bannaður samkvæmt vopnalögum og brot geti varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum. „Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.“ Samvera við foreldra og umhyggja skipta máli „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir þættir vernda börn gegn áhættuhegðun svo sem samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir í tölvupóstinum. Þá sé mikið forvarnagildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt sé að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi. „Með verndandi þætti að leiðarljósi getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Ræðum þessi mál við börnin, vini barnanna og foreldra þeirra og leggjum okkar af mörkum til að auka farsæld barna. Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi mun leggja þunga áherslu á það á komandi dögum að stöðva hnífaburð barnanna okkar. Stígum fast til jarðar - saman!“
Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 „Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17 Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
„Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17
Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01